Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 72

Andvari - 01.01.2013, Side 72
70 PÁLL BJARNASON ANDVARI innfærð yfir aðrar ekki merkilegri - að þeim ólöstuðum". Bjarni knýr hér fast á og kvæðið birtist sama ár, en án höfundarnafns.31 Næst var komið að kvæði sem var Bjarna líklega til meiri vegsemdar en önnur fram að því. Tilefnið var brúðkaup Vilhelmínu Maríu og prins Friðriks Karls Kristjáns í nóv. 1828. Bjarni sendi Finni kvæðið í september það ár: „Þú ræður hvað þú vilt gjöra við það. Komi ekkert annað skárra frá Fróni væri eg sáttur með að biðja þig að sjá til að félag okkar leyfði því rúm í pósttuðru Skírnis.“32 Ekki stóð á viðbrögðum þegar tilefnið var svo veglegt. Kvæðið birtist í næsta árgangi Skírnis.33 Bjarni sendi það einnig Moltke fyrr- um stiftamtmanni sem þá var orðinn marskálkur brúðgumans. Moltke fékk Finn til að snúa því á dönsku og er sagður hafa sýnt það síðan á æðstu stöðum (BThBréf 1:75). Bjarni þakkaði Finni í ágúst 1829 „ástsamlega fyrir ómak þitt með að snúa klúðurskvæði mínu á dönsku“. Hann hafði þá ekkert frétt af við- tökum þess og var ekki rótt: „Eg er hræddur um að það hafi ekki geðjast vel, bótin er að eg ætlaðist aldrei til að kvæðisgreyið nyti slíkrar æru - blessaður láttu mig vita það sanna hér í og hlífðu mér ekki, því slíkt fær ekki á minn skráp.“ Hér vottar í senn fyrir metnaði og hógværð, en hið síðarnefnda ristir varla djúpt. Bjarni gleymir ekki að láta fylgja hrós um kvæði sem Finnur orti af sama tilefni, bæði á íslensku og dönsku. (BThBréf 1:183) Brúðkaupskvæðið hefur fallið í góðan jarðveg meðal Dana og aukið á skáld- frægð Bjarna. Hann hlaut um líkt leyti jútitsráðsnafnbót og telur Jón Helgason að kvæðið hafi „væntanlega ekki spillt fyrir“. Grímur Jónsson hreifst af kvæð- inu, einkum fannst honum tvö síðustu erindin fela í sér „höje og dristige Tanker“ (BThLjóðmæli 11:162-163). Þar lýsir Bjarni því í enn einu tilbrigðinu hvernig náttúran samgleðst fólki á hátíðarstund og hann hvetur norðurljósin og Geysi, ein helstu prýði íslenskrar náttúru, til þess að láta fögnuð sinn í ljós: Kveikið þér brúðar- blysin, norðurljós! litum þeim fegursta finnið! Hertu þig, Geysir! að þinn gleðivatnsstafur mána væti varir. Bjarni tjáði Grími Jónssyni ánægju sína með álit hans á kvæðinu (BThBréf 1:75), ekki síst lokaerindunum sem fornvinur hans, Hallgrímur Scheving, hafði ekki verið sáttur við. Bjarni viðurkennir að þau séu einmitt sín „kiær- este Aandsfostre“.34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.