Andvari - 01.01.2013, Síða 97
andvari
KREDDULAUS TEMPERAMENTSMAÐUR
95
vegi fyrir því að stefna Jóns Sigurðssonar næði fram að ganga. Matthías hefur
hafnað þeim greinum vegna vinfengis við landlækni og einnig vegna þess að
hann taldi hina róttæku þjóðfrelsisbaráttu vera komna í öngstræti og vildi leggja
áherslu á samstöðu um verklegar framkvæmdir í landinu. Þetta varð til þess að
vinslit urðu með þeim Eiríki, sem ekki greri heilt um.46
Ef allt hefði verið með eðlilegum hætti hefði Matthías fagnað því að geta
birt greinar Eiríks um vísindi og trú, enda hafði hann falast eftir þeim eins og
áður segir. Fannst þeim Eiríki og Jóni Sigurðssyni að Matthías hefði svikið
þá. Matthías hætti ritstjórn Þjóðólfs eftir sex ár og sneri sér aftur að prestskap
í íslensku þjóðkirkjunni. Ætla má að ef framhald hefði orðið á vinskap og
samstarfi þessara manna hefði frjálslynd guðfræði verið kynnt á öflugri hátt
en varð á síðasta ársfjórðungi 19. aldar. Þá hefðu myndast forsendur fyrir öfl-
uga, frjálslynda og umburðarlynda þjóðkirkju, óháða dönsku ríkiskirkjunni,
en um nauðsyn slíkrar kirkju var mikið rætt meðal íslenskra guðfræðinga,
menntamanna og stjórnmálamanna.47 En raunin varð sú að frjálslynda guð-
fræðistefnan lá í láginni alla 19. öldina og braust ekki upp á yfirborðið fyrr
en við upphaf 20. aldar og þá með slíkum krafti að hún varð ríkjandi stefna
í íslensku þjóðkirkjunni á örfáum árum 48 Þar kom Eiríkur enn við sögu eins
og getið verður um hér aftar.
Bandóður pokaprestur frá 12. öld tekinn í gegn
Eiríkur uppnefndi blað landlæknis með skírskotun í Sæmund fróða prest í
Odda sem lifði á 12. öld og nefndi það „bandóðan pokaprest frá 12. öld.“
Með grein í blaði sín svaraði landlæknir í sama tóni og kallaði höfund grein-
arinnar í Norðanfara „séra Styrmi“ og greinilegt er að hann vissi hver höf-
undurinn á bak við nafnið var, enda mátti það Ijóst vera, svo sterk einkenni
sem ádeilustíll Eiríks hafði. I þessari deilu koma frjálslynd viðhorf hans vel
fram og það hvernig hann samþætti trú og vísindi má rekja til áhrifa frá
kvekurum.
Deiluaðilar áttu það sameiginlegt að vera á móti sósíalisma og kennir
landlæknir efnishyggju og Darwinisma um „villimennsku" þeirrar stefnu, en
Eiríkur telur aftur á móti að íhaldssemi og orþódoxía afturhaldsaflanna skapi
jarðveg fyrir sósíalistískar byltingar. Eiríki finnst ennfremur að raunhyggjan
(það sem landlæknir hafði kallað pósitívisma og efnishyggju) og nútímaleg
heimsmenntun vinni gegn óheillavænlegum áhrifum sósíalismans og þær
stefnur séu þess vegna á Guðs vegum. Þessi fullyrðing Eiríks felur í sér þá
bjartsýnu trú á framfarir, þróun og vísindi sem ekki ruddi sér til rúms í guð-
fræðiumræðu á Islandi fyrr en þremur áratugum síðar, eins og áður hefur
verið bent á. Eiríkur skrifar: