Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 108
106
HJALTI HUGASON
ANDVARI
skap hennar, eins og t. d. helgisögurnar um Jesú, friðþægingarkenninguna,
helvítiskenninguna...“ og opnað augu þeirra fyrir „ósamræminu í kenningum
og breytni prestanna“.n Um Þorgils gjallanda sérstaklega kvað Stefán prest-
ana sýnilega helst hafa farið í taugarnar á honum „því að hann þoldi ekki
hræsni þeirra eða ... ósamræmið í kenningum þeirra og breytni. Þar næst
ástamál og hjónabönd“.12
A það skal bent að Ofan úr sveitum er ekki dæmigerð fyrir höfundarverk
Þorgils gjallanda. Sagt hefur verið að undirtónn verksins sé „ákefð höfundar,
jafnvel reiði“.13 í þeirri bók er ádeila höfundarins óvægnust og skoðanirn-
ar settar umbúðalausast fram. Þess vegna er einmitt staldrað við hana hér í
þeim tilgangi að kanna hvers eðlis trúargagnrýni Þorgils gjallanda var meðan
honum var mest niðri fyrir: réðst hann á „helgisögurnar“, friðþægingarkenn-
inguna og aðrar grundvallarhugmyndir kristninnar, beindist gagnrýni hans
að prestunum eða e.t.v. einkum að vana- og hefðarhyggju, gagnrýnislausri
þjónkun við almenningsálitið, hræsni og skinhelgi?14
Hér er ekki rými til að skyggnast dýpra í hugmyndaheim Þorgils gjallanda
en „Gamalt og nýtt“ gefur tilefni til. Þó má benda á að í bréfi til vinar síns,
Benedikts Jónssonar (1846-1939) á Auðnum, áratug eftir að Ofan úr sveitum
kom út, játaði hann (van-)trú sína svo:
- Aðskilnaður ríkis og kirkju, fullt frelsi fyrir „vantrúarmenn“ og alla þá, sem ekki geta
fylgt þjóðkirkjunni, — enginn mauravefur hræsninnar til að halda flugunum föstum.
----Þetta er það sem ég vil. Kristna trúin, - eins rotin og hún er, - hefur gert mig að
heiðingja og prestahatara.15
í ljósi þessara orða væri full ástæða til að búast við að Þorgils gjallandi hafi
ráðist að sjálfu inntaki kristninnar. Framar í bréfinu hafði hann gagnrýnt aft-
urkipp sem hann taldi sig greina í pólitískum efnum með þverrandi trú á landi
og þjóð en aukinni hlýðni við höfðingjavald „með fjárpyngjur, pípuhatta,
diplomatfrakka, svartar hempur, fjaðurhatta, opvarterkjóla.. “16 Af þessu má
ráða að það sé samþætting kirkju og ríkis og staða prestanna sem embættis-
manna og yfirvalds með þeim tvískinnungshætti sem af slíku gat leitt sem var
honum þyrnir í augum.17
„Gamalt og nýtt“ - Frásagnarsnið
Líkt og viðamesta skáldsaga Þorgils gjallanda, Upp við fossa (1902), er
„Gamalt og nýtt“ á yfirborðinu saga um ástir og hjónaband. Flétta sögunnar
felst í að ungur guðfræðingur og prestssonur, Guðni Brandsson, fær embætti
í Dalsþingum. Eins og nafnið bendir til eru þau í dal sem gæti verið norð-