Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 110

Andvari - 01.01.2013, Page 110
108 HJALTI HUGASON ANDVARI og gerst bóndi án mikilla skýringa. Frjálslyndar trúarskoðanir eru þó hin eiginlega ástæða. Þórarinn hafði kennt Sigríði m.a. dönsku og þá fellt hug til hennar í leynum. í hjónabandsraununum verða systkinin trúnaðarmenn Sigríðar, sálusorgarar og Þórarinn loks elskhugi. Þá velur hann henni til lest- urs bækur sem tala inn í aðstæður hennar og knýja uppgjör hennar áfram. Hyggja þau á sameiginlega framtíð e.t.v. í Ameríku að skilnaðinum afstöðn- um. Þórarinn er því margfaldur örlagavaldur í lífi Sigríðar. Hann opnar henni leið að hugmyndadeiglu samtímans sem m.a. vekur spurningar um hjóna- bandið sem stofnun, hann hvetur hana áfram í baráttu hennar fyrir skilnaði og dreymir með henni framtíðardrauma. Sigríður fær skilnað að borði og sæng. Meðan hún bíður lögskilnaðar ræðst hún í húsmennsku hjá Steinari á Brú, róttækustu persónu bókarinnar, sem heldur uppi hörðustu gagnrýninni á prestana og boðar nýjan hjúskaparskiln- ing. Loks þegar lögskilnaður er fenginn eru kraftar Sigríðar þrotnir en al- menningsálitið í sveitinni hafði allan tímann staðið með sr. Guðna sem talinn er góður prestur þrátt fyrir að mörgum sé breyskleiki hans kunnur. Sigríður deyr áður en draumar hennar rætast. Líta ber á „Gamalt og nýtt“ sem raunsæislega boðunarsögu sem ætlað er að koma á framfæri viðhorfum sem koma skýrt fram í sögunni og síðar verður gerð grein fyrir. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að í henni felist einnig ýmis tákn sem vert sé að gefa gaum. Þórður Helgason hefur þannig bent á að stað- setning sögunnar í dal megi skilja sem tákn um þröngsýni sveitarkvittsins sem gegnir mikilvægu hlutverki í sögunni og á drjúgan þátt í að skapa Sigríði örlög. Einnig séu bæjarnöfn táknræn. Á Kirkjubóli og Gili búi hinir lítilsigldu en hinir víðsýnu á Brú og Hamri. Þá séu nöfn prestanna tveggja sem mynda andstæður í sögunni táknræn: nafnið Þórarinn vísi til heitis Þórs, hins mátt- uga áss, en Guðni til Guðs kirkjunnar sem gagnrýnd er í sögunni og loks séu útlitslýsingar þeirra táknrænar. Guðna sé lýst sem fríðu lítilmenni en Þórarni öflugum uppreisnarmanni.19 Ljóst er að Þorgils gjallandi beitti táknrænum mannlýsingum til að undirbyggja þá málefnaumræðu sem hann vildi vekja. Með þeim skapaði hann samhygð og andúð en afhjúpar jafnframt hversu yfir- borðskennt almenningsálitið er. Hér skal hugað að fleiri táknrænum þáttum sem leynast í sögunni, m.a. byggingu hennar. Tímaspönn „Gamals og nýs“ er þannig að sagan hefst um sumar með brúð- kaupi Sigríðar og sr. Guðna. Síðan er borið niður tveimur árum síðar og getið fyrstu árekstra þeirra. Þá er aðdraganda brúðkaupsins lýst og þeim árum sem liðin eru. Að því loknu er þráðurinn tekinn upp að nýju og rakinn í réttri tímaröð uns sögunni lýkur á fjórða ári á þorra með dauða Sigríðar.20 Sagan spannar þannig táknrænt séð hvörf frá birtu og gróanda til myrkurs og harð- frera eða frá von til vonleysis. Þessi táknræna hlið sögunnar endurspeglast þannig í byggingu hennar að hún hefst með prologos þar sem brúðkaupsræð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.