Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 112

Andvari - 01.01.2013, Page 112
110 HJALTI HUGASON ANDVARI Þórarinn í samræðum sínum við Steinar á Brú í brúðkaupinu að foreldrar hennar hafi „víst aldrei nefnt sjálfstæði svo hún heyrði“.30 Hún verður því verkasmá í húsfreyjuhlutverkinu og liggur í bóklestri.31 Leggur það háttarlag grunn að næsta skrefi, vakningunni.32 Vitundarvakningin verður að tveimur hjúskaparárum liðnum og er henni gefið aukið vægi með tímaflöktinu í upphafi sögunnar. Auk þeirra nýstár- legu (raunsæis-)bókmennta sem hún kynnist í safni sr. Guðna opna vonbrigðin með hann augu Sigríðar þegar fyrsta hjónabandssælan er runnin af. Hann rýfur bindindisheit sitt sem er hluti trúlofunar þeirra.33 Keyrir um þverbak við jarðarför Þórunnar tengdamóður hans. A heimleiðinni eiga þau Sigríður trúnaðarsamtal þar sem sr. Guðni játar vantrú sína og ófullnægju í prestshlut- verkinu sem hann hafði gengið til nauðugur. Þá sannfærist Sigríður um að hjúskapur þeirra grundvallist ekki á ást heldur draumórum hennar og fjárvon hans.34 Vakningunni er lýst svo: Frá þessum dögum var Sigríður ekki lengur barn í hugsaninni, - þó að ekki yxi búsumhyggjan, - efinn var vaknaður; nú sá hún það sem hún hafði kviðið fyrir að sjá, það að séra Guðni elskaði hana ekki, hafði helst aldrei gert það; það var auðurinn... Og svo að hann trúði ekki því sem hann kenndi; það gægðist ósjálfrátt út hjá honum við og við, einkum þegar hann var fullur.35 Þess ber að geta að hin afhjúpandi samræða á sér stað á hestbaki. Hross blandast einnig mjög inn í martraðarkennda drauma Sigríðar nóttina eftir sem opinbera uppgjöf hennar og smæð, svik og lítilmótleika sr. Guðna en yfirburði Þórarins.36 Vitundarvakningin leiðir til uppgjörs sem krefst tíma, orku og átaka og nær yfir mikinn hluta sögunnar. I uppgjörinu öðlast Sigríður dýpri skilning á trúleysi sr. Guðna en krefur hann jafnframt um heilindi. Hann átti ekki að halda áfram að vera prestur, „það var svo drepandi að kenna það sem helg sannindi, sem maður með sjálfum sér áleit ósatt“.37 Sigríður gengur einnig af trúnni en dregur gagnstæðar ályktanir af því miðað við sr. Guðna: „hún hætti að koma til kirkju þegar messað var“.38 Þannig segir hún af sér opinberu hlut- verki prestskonunnar. Lfppgjörið sem spannar miðhluta sögunnar helst í hendur við fyrstu stig niðurbrotsins eða niðurstigningar Sigríðar til helvítis - inferno eða ríkis djöfl- anna (demónanna). Sú langa og stranga vegferð hefst er hún barnshafandi, kemur að sr. Guðna í fangi vinnukonu í fjósmyrkrinu. Leggst hún við það í rúmið og er upp frá því skilin við mann sinn að sæng. Skilnaður var þó ekki auðfenginn, auðveldur eða algengur á sögutíma verksins, síst þegar prests- hjón áttu í hlut. Skilnaður Sigríðar krefst enda undirbúnings og átaka og í þeim á hún aðeins bakland að Hamri og í heimi bókanna. Eftir eina slíka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.