Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Síða 113

Andvari - 01.01.2013, Síða 113
andvari HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI 111 heimsókn nær uppgjörið hástigi sínu er Sigríður sér að um líf og dauða er að tefla, horfist í augu við að sambúðin við sr. Guðna í hræsni, yfirdrepsskap og skinhelgi muni „drepa“ hana.39 Þetta játar hún í samtali við Þórarin sem eins og mörg önnur fer fram á hestbaki. Fyrst hafði þó farið fram táknrænt uppgjör milli þeirra Sigríðar og sr. Guðna að undirlagi Þórarins. Þá senu má kalla „ísareiðina". Saman höfðu prestshjónin komið að Hamri og Þórarinn að beiðni Sigríðar slegist í för með þeim. „Færið var glymjandi, hjarn og ísalög fyrir það mesta út dalinn. Það var gerandi fyrir kunnuga að hleypa þar sprett/40 Þetta gerir sr. Guðni enda háttur hans að fara mikinn. Sigríður ríður gömlum, dragvökrum en lötum hesti. Þórarinn situr aftur á móti Frosta, besta hestinn í dalnum. Þegar sr. Guðni skeytir ekki um konu sína sem dregst aftur úr býður Þórarinn henni hestaskipti og lyftir henni í söðulinn. Er það fyrsta snerting þeirra. Dregur Sigríður bónda sinn brátt uppi: Hestarnir brustu á stað; stukku nokkra faðma jafnhliða, svo kippti Frosti sér fram úr. Sigríður tók dálítið í taumana, klárinn lagði sig á skeið; eftir það dró hvorki sundur né saman.41 Hér er lýst spennu og átökum með kynferðislegum undirtónum þar sem hross gegna mikilvægu hlutverki.42 Fær senan aukna dýpt þegar hafður er í huga sá siður margra vandfýsinna hestamanna að leyfa vart öðrum að stíga á bak uppáhaldshesti sínum.43 Eftir þetta dregur að því að ástandið á prestssetrinu kemst í hámæli, samskipti Þórarins og Sigríðar verða opinskárri þótt leynt fari og Sigríður krefst skilnaðar. Sigríður nær að sönnu markmiði sínu, fær skilnað að borði og sæng, heldur til að byrja með forræði yfir barni sínu, ræðst í húsmennsku til Steinars á Brú og bíður þar lögskilnaðar. Niðurbrot hennar er þó hafið og það verður ekki stöðvað. Sigríður tekst á við almannaróminn í sveitinni sem fordæmir hana, sr. Guðna sem krefst sonar síns, föður sinn sem heldur í fornar dyggðir og loks sjálfa sig sem hún vantreystir andspænis dómum samfélagsins 44 Ein af lykilsenum niðurbrotsins er koma sr. Guðna að Brú eftir slæma drykkju er hann krefst sonarins þvert ofan í fyrra samkomulag. Eftir snörp orðaskipti beitir hann Sigríði ofbeldi. Svipuólin blaut af aur og götuleðju, small yfir hægri öxlina, vafðist á ská ofan að mitti og kastaði sér svo til hálfs yfir það; Sigríður rykktist til, lendin á Grána hlífði henni við falli. Jódynur þrumdi norðan túnið; Steinar kom utan úr dal.45 Þarna myndar svipuólin ofbeldisfulla andstæðu við arm elskhuga og enn leika hross áberandi hlutverk í lykilsenu. Ur þessu bætist skömm og depurð við félagsleg og sálræn átök.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.