Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 113
andvari
HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI
111
heimsókn nær uppgjörið hástigi sínu er Sigríður sér að um líf og dauða er að
tefla, horfist í augu við að sambúðin við sr. Guðna í hræsni, yfirdrepsskap
og skinhelgi muni „drepa“ hana.39 Þetta játar hún í samtali við Þórarin sem
eins og mörg önnur fer fram á hestbaki. Fyrst hafði þó farið fram táknrænt
uppgjör milli þeirra Sigríðar og sr. Guðna að undirlagi Þórarins. Þá senu má
kalla „ísareiðina".
Saman höfðu prestshjónin komið að Hamri og Þórarinn að beiðni Sigríðar
slegist í för með þeim. „Færið var glymjandi, hjarn og ísalög fyrir það mesta
út dalinn. Það var gerandi fyrir kunnuga að hleypa þar sprett/40 Þetta gerir sr.
Guðni enda háttur hans að fara mikinn. Sigríður ríður gömlum, dragvökrum
en lötum hesti. Þórarinn situr aftur á móti Frosta, besta hestinn í dalnum.
Þegar sr. Guðni skeytir ekki um konu sína sem dregst aftur úr býður Þórarinn
henni hestaskipti og lyftir henni í söðulinn. Er það fyrsta snerting þeirra.
Dregur Sigríður bónda sinn brátt uppi:
Hestarnir brustu á stað; stukku nokkra faðma jafnhliða, svo kippti Frosti sér fram úr.
Sigríður tók dálítið í taumana, klárinn lagði sig á skeið; eftir það dró hvorki sundur né
saman.41
Hér er lýst spennu og átökum með kynferðislegum undirtónum þar sem hross
gegna mikilvægu hlutverki.42 Fær senan aukna dýpt þegar hafður er í huga
sá siður margra vandfýsinna hestamanna að leyfa vart öðrum að stíga á bak
uppáhaldshesti sínum.43 Eftir þetta dregur að því að ástandið á prestssetrinu
kemst í hámæli, samskipti Þórarins og Sigríðar verða opinskárri þótt leynt
fari og Sigríður krefst skilnaðar.
Sigríður nær að sönnu markmiði sínu, fær skilnað að borði og sæng, heldur
til að byrja með forræði yfir barni sínu, ræðst í húsmennsku til Steinars á Brú
og bíður þar lögskilnaðar. Niðurbrot hennar er þó hafið og það verður ekki
stöðvað. Sigríður tekst á við almannaróminn í sveitinni sem fordæmir hana,
sr. Guðna sem krefst sonar síns, föður sinn sem heldur í fornar dyggðir og loks
sjálfa sig sem hún vantreystir andspænis dómum samfélagsins 44
Ein af lykilsenum niðurbrotsins er koma sr. Guðna að Brú eftir slæma
drykkju er hann krefst sonarins þvert ofan í fyrra samkomulag. Eftir snörp
orðaskipti beitir hann Sigríði ofbeldi.
Svipuólin blaut af aur og götuleðju, small yfir hægri öxlina, vafðist á ská ofan að mitti
og kastaði sér svo til hálfs yfir það; Sigríður rykktist til, lendin á Grána hlífði henni við
falli. Jódynur þrumdi norðan túnið; Steinar kom utan úr dal.45
Þarna myndar svipuólin ofbeldisfulla andstæðu við arm elskhuga og enn leika
hross áberandi hlutverk í lykilsenu. Ur þessu bætist skömm og depurð við
félagsleg og sálræn átök.