Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 117

Andvari - 01.01.2013, Page 117
andvari HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI 115 blóð, og ævinlega á ferð í myrkri en þoldi ekki ljósið. Það eina sem gat bjargað mennskunni var frelsi viljans, andstæða bælingarinnar.57 Frelsi; sem allra mest frelsi; öll ánauð bara spillir og fordjarfar; það er nú gefið. Taka Gleipnir burt so ekki kyrki hann lengur; með guðlegum ljóma og glansa, hann verður nú annars bráðum að hrævareldi held ég. - Samningar, eða „republik" til reynslu, verra verður það hreint ekki, ég hef trú á samningunum, þeir finnast mér so eðlilegir á þessari samninga öld - bara fara varlega, ekkert ævilangt samningsband, og þá geta náttúrlega fjöldamargir samningar staðið til dauðans.58 Frjáls gat maðurinn bundið sig samningum sem varað gátu ævilangt. Hér er vissulega samhljómur með Sigríði og Steinari en hjá honum gætir meiri þunga og heiftar. Þegar svo löng ræða er lögð í munn Steinari er ekki að furða að hann hafi almennt verið talinn málpípa höfundarins. Það mat þafnast þó fyrirvara. Sigríður, burðarpersóna sögunnar, tekur afstöðu gegn honum og telur hann bölsýnismann sem gangi of langt. Sjálfur finnur Steinar að viðhorf hans lama, draga úr honum þrótt.59 Almannarómurinn er fullgild persóna í þeirri siðgæðis- og samfélagsum- ræðu sem Þorgils gjallandi setur á svið í sögunni. Honum er gefin fullgild rödd sem ætlað er að endurspegla ríkjandi afstöðu í samfélaginu og mynda mótpól við Sigríði. Höfundur tekur jafnframt afstöðu gegn honum með háðs- tóni sem hann vefur tíðum inn í endursögn sína: Blikan sem grúfði í loftinu varð að dimmviðriskólgu, fyrstu hríðarkornunum lamdi niður. Nú var hægt að finna Sigríði sakir, og þær nógu stórar; að skilja við manninn, slíta sig frá svo góðum og skemmtilegum presti, var það ekki dæmalaust. Þó hann tæki sér í staupinu við tækifæri; var kannski rétt að skilja við hann fyrir það; nei, það var ekki hugsanlegt; eitthvað annað hlaut það að vera. Var hún ekki hætt að hlýða messu, og las „romana" um húslestra; og svo sumt sem hún talaði um að trúlausir menn gætu verið heiðvirðir og þjóðnýtir engu síður en aðrir. Það væri ekki óræk sönnun fyrir að Lútherstrú væri sú besta og sannasta trú, þó játendur hennar héldu það. Hún var víst „geggjuð í trúnni", það gat ekki hjá því farið. Menn spáðu að það sæist bráðum, hvað hún hefði í huga með að vera friðlaus að skilja, og hvað úr henni yrði. Og fara svo í Brú til Steinars, sem til margra ára hefði ekki lesið húslestur, var gjörsamlega hættur að vera við messu; skaut kaldyrðum til prestanna, var illa til þeirra, en hélt með trúleysingjum, brigslaði mönnum um hræsni og sagði menn væru á kafi í kreddum og hégiljum; gætu ekki heitið kristnir menn nema að nafninu, til þess vantaði mannúð og mildi. Það var sama hver í hlut átti, þegar svo lá á honum, skaut hann meinlegum sneiðyrðum og ónotalegum hnýflum til hægri og vinstri. Svo sérvitur og harðlyndur og einráður að menn þekktu ekki annað eins. En sá baslarabúskapur sem hjá honum var, ekki lifði hann á bóklestrinum, bara skemmdi sig á honum; hvað gerði hann vanalega á fundum, það var ekki mikið sem hann sagði þá, og þó gat hann talað fyrir sig mannskrattinn, enginn neitaði því. Þó hann baslaði fyrir sig með þrjú börn og ætti fullörðugt með, þá gat hann ekkert hjálpað öðrum eða lagfært stein í vegg.60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.