Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 118
116
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Athyglin beinist þannig ekki að hjónabandinu einu heldur trúariðkuninni og
-afstöðunni. Veturinn eftir að Sigríður flytur að heiman er líka tekið mann-
tal. Allir kveðast lútherstrúar nema Steinar á Brú, Sigríður og Þórarinn sem
segjast fríþenkjarar og Ragheiður, systir Þórarins, sem þegir um afstöðu sína.
Þetta varð sveitinni tilefni til að kveða upp endanlegan dóm yfir Sigríði. Við
tók útskúfun og félagsleg einangrun:
Nú kom fyrir alvöru hríð úr blikunni; þessir „fríþenkjarar“ sem engu trúa, skeyta ekki
heldur Guðs eða manna lögum, fara bara eftir eigin sérþótta og girndum. Fyrst Sigríður
var svona spillt með trúna, þá var ekki von, að hún virti hjónabandið að neinu, horfði
ekki mikið í að skilja við manninn, kynni ekki að meta góðan prest. Það var jafnt á
komið með þeim Þórarni hvað trúna snerti, en Sigríður var þó miklu dýpra sokkin; var
búin að sleppa allri sómatilfinningu, svo henni var sama þó barnið ælist upp við trúleysi
og slæm eftirdæmi. Það var líka hægðarleikur að sjá að ræðurnar hans Þórarins höfðu
haft svo lítil áhrif á fólkið af því hann trúði ekki því sem hann kenndi; framburðurinn
lýsti því best hvað kaldur hann var. Hann hafði þó séð að það var skömm að vera prestur
og trúa ekki. Það var vont að vera trúlaus og alveg óþolandi að láta það opinberlega í
ljósi. Líklega hafði Steinar spanað allt guðleysið á stað, það mátti trúa honum til þess.
Hamarssystkinin voru kölluð trúlaus, Steinar og Sigríður guðníðingar.51
Þetta er raunsönn lýsing á almenningsáliti. Svona þróast orðrómur þegar
átakalínur skerpast: Þórarinn hafði verið álitinn góður og skyldurækinn
prestur.62 Eftir á að hyggja er hann talinn kaldur og ósannfærandi. Þó er virt
við hann að hafa látið af prestsskap. Þessi óvægni dómur er afhjúpaður um
leið og honum er lýst þegar þess er gætt að sr. Guðni trúir ekki frekar en
Þórarinn. Hann kýs aðeins að taka ekki afleiðingum þess og halda leiknum
áfram. Með andstæðunum milli prestanna tveggja setur Þorgils gjallandi líkt
og upphrópunarmerki eftir málsháttinn: „Sjaldan lýgur almannarómur“! Þá er
trúverðugt að Sigríður fær sýnu harðari útreið en Þórarinn. Kona sem syndir
móti straumi fær ætíð strangari dóm en karl, ekki síst ef hún er eiginkona og
móðir sem brýtur hefðbundna staðalmynd.
Boðskapur „Gamals og nýs“ kemur loks fram í sinni skýrustu mynd í loka-
orðum sögunnar, epilogosnum, ræðunni yfir moldum Sigríðar. Þar er að finna
endanlegan dóm höfundar yfir ríkjandi almenningsáliti um sína daga:
í dalnum hafði aldrei heyrst nein líkræða sem var lík þessari. Fólkið sagði það hefði
eiginlega ekki verið Guðs orð; heldur um, að menn væru svo oft misskildir í lífinu og
dæmdir öðruvísi en ætti að vera. Þeir sem sannleikans leituðu væru ætíð virðingarverðir
ef rétt væri aðgætt. Um þyrna á lífsbrautinni, - hugsanafrelsi og mannúðlega mildi.
- Kristur hefði kennt um ást og miskunn; það væri ekki nóg, að menn þættust
kristnir; menn ættu að vera það. Vera líkir Jesú í mannkærleika, frjálsri mannúð og
miskunnsemi, en fjarlægjast meir og meir Farísea og Jesúíta. — Farísea og Jesúíta, það
var það, sem fólkinu í dalnum þótti óviðkunnanlegast. [Leturbr. JH/ÞH].63