Andvari - 01.01.2013, Side 127
ANDVARI
HEIÐARLEIKI OG HRÆSNI
125
skilja við við sr. Guðna ótrúverðuga. Á íslandi mundi enginn áfellast konu fyrir að skilja
við slíkan „pokaprest" þótt fordæming væri vís ef kona skildi við „góðan mann“ hvað svo
sem ást hennar á öðrum manni liði. Þá væri hneykslun yfir trúarlegri þróun Sigríðar fráleit:
„ Sannleikurinn er sá, að öllum þorra manna á Islandi stendur hjartanlega á sama um trúar-
brögð annara, og hneykslast ekki lifandi vitund á annarlegum trúarskoðunum - vitaskuld
af þeirri einföldu ástæðu, að það eru tiltölulega svo sárfáir menn á landinu, sem hafa þá trú,
er kirkjan kennir". (Ofan úr sveitum 1892: 2) Á þessum tíma dvaldi Einar í Vesturheimi.
Þeir sem nær voru staddir höfðu nokkuð aðra sögu að segja. Stefán Einarsson (1936: 20-21)
þekkir sögu af því að sr. Benedikt Kristjánsson (1840-1915) hafi stungið pakka með Ofan
úr sveitum í ofninn er hann barst honum í pósti en hjá honum hafði Þorgils dvalið vetrarpart
við nám. (Þórólfur Sigurðsson 1917: 166. Þórður Helgason 1972: 25) Sjá og um viðbrögð
ritdómara í aftanmálsgrein 7 hér að framan. Þórólfur Sigurðsson (1917: 168) kvað Ofan úr
sveitum hafa mætt „andróðri meðal alþýðu“. Einnig má geta þess að Upp við fossa vakti
mikla hneykslun, ekki síst meðal húsfreyja í Þingeyjarsýslu og mun Sigurður P. Sívertsen
(1868-1911) á Hofi í Vopnafirði og síðar guðfræðiprófessor hafa talað gegn bókinni bæði
af stól og við húsvitjanir. (Guðmundur Friðjónsson 1909: 101. Stefán Einarsson 1936: 21.)
Einar H. Kvaran virðist því misreikna sig í þessu efni. Vilhjálmur Jónsson taldi í yfirlits-
grein um raunsæisstefnuna að flétta „Gamals og nýs“ væri mjög eðlileg „bæði hvað orsakir
og afleiðingar snertir". Ný hreyfing (Niðurl.) 1893: 17. Á nútímamælikvarða er athyglisvert
hvernig Þorgils lætur félagslega útskúfun og ofbeldi ala á sjálfsásökun og þunglyndi hjá
Sigríði.
30 Þorgils gjallandi 1983: 12.
31 Þorgils gjallandi 1983: 12,14-15.
32 Upptalning sögunnar á bókum sem persónurnar lesa og ræða sín á milli er áberandi og
umdeild. (Stefán Einarsson 1936: 8) Valdimar Ásmundsson (1852-1902) benti á að mörgum
gæti komið spánskt fyrir sjónir að höf. léti sveitafólk „skrafa og skeggræða um útlend
skáldrit“. Það gæti enda ekki gerst nema í Þingeyjarsýslu en höf. væri „sannur“ í þessu sem
öðru. Þá taldi hann höf. vilja vekja athygli les. á þeim ritum sem nefnd væru. (Bókmenntir/
Ofan úr sveitum 1892a, 133) Sé svo er um hluta af „predikun" sögunnar að ræða. Hannes
Þorsteinsson kvað þetta atriði hjálpa til við að gera söguna „alveg óíslenzk[a]“. Bókmenntir/
Ofan úr sveitum 1892c: 174, sjá og 173. Sjá og Bókmenntir/Ofan úr sveitum 1892d, 27.
Þórður Helgason bendir á að ýmsir aðrir raunsæishöfundar vísi og til bóka og gangi með
því m.a. út frá að upplýsing fáist af bókum og lestri. Bækurnar gegna mjög mismunandi
hlutverki í sögunni. Sumar eru aðeins nefndar, aðrar eru ræddar, enn aðrar verða drifkraftar
í framvindu sögunnar og þá þurfa les. að þekkja til efnis þeirra til að skilja vísunina. (Stefán
Einarsson 1936: 8 aftanmálsgrein *. Þórður Helgason 1972: 31-32.)
33 Þorgils gjallandi 1983: 15.
34 Þorgils gjallandi 1983: 15-16.
35 Þorgils gjallandi 1983: 17.
36 Þorgils gjallandi 1983: 16.
37 Þorgils gjallandi 1983: 18, sjá og 25.
3S Þorgils gjallandi 1983: 19. Sbr. og viðbrögð Guðnýjar í „Leidd í kirkju". Þorgils gjallandi
( 1984: 14.
39 Þorgils gjallandi 1983: 34.
4(1 Þorgils gjallandi 1983: 32.
41 Þorgils gjallandi 1983: 33.
42 Benda má á senuna er gerðist um kvöldið eftir „ísareiðina“: „Himinninn var alheiður og
tunglskin bjart... Þórarinn reið vestan við bæinn; það voru allir hliðargluggar dimmir í
baðstofunni. Þegar hann kom suður fyrir bæinn leit hann við og stöðvaði hestinn ofurlítið.