Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Síða 136

Andvari - 01.01.2013, Síða 136
134 SVEINN YNGVI EGILSSON ANDVARI Skáld íslenskrar upplýsingar frumortu ekki aðeins heldur þýddu einnig hjarðljóð af ýmsu tagi. fvlá þar nefna útleggingar Jóns Þorlákssonar á Bægisá á kvæði norska skáldsins Christians Tullin, Sjötti maídagur (1774), sem hefur að geyma ljóðrænar lýsingar á fegurð vorsins og yndi, svo að einna helst minnir á lýsingar á jarðneskri paradís. En Jón átti það líka til að snúa út úr hjarðljóðahefðinni og setja hana í hversdagslegt samhengi. Hann lagði á gamansaman hátt út af Georgica Virgils þegar hann orti kvæðið Georgica skemmri og brá þar á leik með mannsnafnið Georg: „Ort til Georgs, sonar Einars Hjaltesteðs“ (1.-2. erindi): Góð-skáld gjörði smíða Georgica laung; - skemmri, sem eg saung, sama nafn skal prýða. Verkstofn valdi ljóða Virgilíus þörf akurirkjustörf, en eg hann Georg góða.10 Jónas Hallgrímsson hélt uppi merkjum Eggerts Ólafssonar á 19. öld og orti Hulduljóð í minningu hans, en þau eru tilbrigði við ákveðna grein hjarðljóða, þá sem kölluð er pastoral elegy á ensku eða hjarðljóðaraunir. í Hulduljóðum setur Jónas fram harða gagnrýni á ýmislegt sem honum þykir ábótavant á íslandi, enda höfðu elegíur af þessu tagi verið notaðar fyrr í ádeiluskyni, t.d. í 17. aldar kvæðinu Lycidas eftir John Milton.11 í öðrum ljóðum yrkir Jónas um fold með blíðri brá og sælu blómi valla (íslands minni), um ungmenni sem tína saman blóm á sumarheiði (Ferðalok) og fleira í þeim dúr. Náttúrusýn hans var þó flóknari en svo að henni verði eingöngu lýst sem hjarðljóðalegri, enda orti hann t.d. kvæði um eldsumbrot (Fjallið Skjaldbreiður) þar sem nátt- úran birtist sem hrikalegt og eyðandi afl í ægifegurð sinni. Sýn hans á nátt- úruna rúmar því bæði hið hjarðljóðalega og hið háleita, hið smágerða og hið stórbrotna, hið skáldlega og hið vísindalega, lífið og dauðann.12 Sveitasælan er stundleg í ljóðum Jónasar og jafnvel villandi, eins og þegar elskendurnir í Ferðalokum átta sig ekki á aðskilnaðinum sem yfir þeim vofir (góðir blóm- álfar gráta hann en þau halda að tárin séu dögg) eða þegar ungamóðirin í Heylóarvísu flögrar sæl út um sveitir í sumardýrðinni og veit ekki að hrafn hefur étið unga hennar, sem minnir aftur á dauðann í sveitasælunni (Et in Arcadia egó). Á það einnig við um kvæði eins og Gunnarshólma þar sem hetjan vill heldur bíða dauða en yfirgefa hlíðina sína fögru (Jónas dregur þar upp hjarðljóðamynd af fögrum jarðargróða, fénaði sem dreifir sér um græna haga og rjóðri rós sem blikar við bleikan akur). Sama má segja um náttúru-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.