Andvari - 01.01.2013, Side 137
ANDVARI
ER HÆGT AÐ YRKJA HJARÐLJÓÐ SVONA NÆRRI NORÐURPÓLNUM?
135
lýsingar í Grasaferð þar sem sveitasælan og samvera ungmennanna - þau eru
reyndar ekki smalar en samræður þeirra og skáldskapur minna á hjarðljóða-
hefðina - er samofin hryggð sem birtist ekki síst í ljóðum sögunnar sem lýsa
öll missi eða harmi.13
Yngri rómantísk skáld eins og Jón Thoroddsen gátu líka slegið á hjarð-
Ijóðastrengi og ort um hlíðina sína fríðu (Barmahlíð) og um fríða sumar-
daga þegar leikur hjörð í haga („Ó, fögur er vor fósturjörð“), en slíkar lýsing-
ar á sveitasælu íslands eru oft hugarmyndir þeirra sem annaðhvort eru fjarri
ættjörðinni eða hugsa til horfins heims bernskunnar, nema hvort tveggja
sé. Þannig verður náttúran að eins konar draumaheimi eða hugsjón þegar
líða fer á 19. öldina og hún myndar æ sterkari andstæðu við mannheiminn
sem er ófullkominn í augum skáldanna. í ættjarðarljóðum birtist ísland oft
sem hugsjón og táknmyndir þess eru jafnvel slitnar úr staðbundnu sam-
hengi sínu, þannig að úr verður jákvæð upptalning á almennum einkenn-
um landslagsins (íslands minni eftir Jónas og „Ó, fögur er vor fósturjörð11
eftir Jón eru kvæði af þessu tagi). Landið verður þá í vissum skilningi að
staðleysu eða útópískri sýn, þar sem bestu hliðar þess eru útmálaðar í því
skyni að þjappa þjóðinni saman um ísland sem hugsjón.14 Þetta er í stórum
dráttum náttúrusýnin og hjarðljóðahefðin sem Steingrímur Thorsteinsson
gengur að þegar hann stígur fram á ritvöllinn upp úr miðri öldinni. En af-
staða Steingríms mótast líka af menntun hans og veru í Danmörku þar sem
hann kynnist menningarstraumum og samtímalist sem helgast af borgara-
legum gildum.
Náttúra borgarans
Biedermeier er hugtak sem notað hefur verið um menningarástandið í Mið-
og Norður-Evrópu eftir Napóleonsstyrjaldirnar og fram um miðja 19. öld.
Tímabilið einkenndist af borgar- og iðnvæðingu og uppgangi millistéttar-
innar. Borgaralegar dyggðir og smekkur settu sterkan svip á menninguna og
birtust í einföldum stíl, smekkvísi og samhljómi. Náttúran var í bókmennt-
um og listum sýnd á sambærilegan hátt, þar sem áhersla var lögð á fegurð,
samræmi, hlutföll og hvers kyns upphafningu. Hún var oft kvengerð - sér-
staklega í skáldskap karla - og sýnd sem móðir eða meyja, enda svaraði sú
mynd hennar til hins upphafna hlutverks sem konur fengu í mörgum borg-
aralegum samfélögum Biedermeiertímans, þegar þær voru gerðar að helstu
táknmynd og samnefnara dyggðugs lífernis og góðra fjölskyldugilda. Lögð
var áhersla á allt að því kvenlega fegurð landslags og náttúrufyrirbæra, auk
þess sem rætt var um móðurjörðina sem fæðir og fóstrar allt líf og þar fram
eftir götunum. Náttúra borgarans var því vistleg, stillt, nákomin, harmon-