Andvari - 01.01.2013, Síða 152
150
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
hafði þurrkast út, hann einn lifði eftir með minningar um voðaverk gagn-
vart saklausum borgurum. Meira að segja er ýjað að því að hann hafi gert
einni heimakonunni barn, en það hafi seinna verið rist fóstur úr kviði henn-
ar. íslensk skáld hafa yfirleitt verið svo upptekin af andapollinum hér eða
samskiptunum við okkar hernámslið að ógleymdum dönskum kaupmönnum
forðum, að þau hafa leitt hjá sér þann mikla harmleik í Víetnam (sem og aðra
viðlíka), þó að fjöldi fólks á íslandi hafi að vísu ekki látið sér standa á sama.
Þessi sjónleikur skipar sér þannig í flokk með Syni skóarans og dóttur bakar-
ans eftir Jökul Jakobsson og 13. krossferðina eftir Odd Björnsson.
Elín Helena verður þess vör, að Helena hefur alla tíð séð til með föður
sínum, Rikka. Hún vill nú að það sé sinn gjörningur, að Helena komi til
íslands og þær systur sættist áður en það er orðið of seint og Elín öll. Það
reynist þó þyngri þrautin, þó að Helena taki sér ferðina á hendur; enn er flett
ofan af atburðum fortíðar. í stuttu máli sagt hafði Elín haldið heim til Islands
frá Ameríku með dóttur sína í óþökk þeirra Helenu og Rikka (sem væntan-
lega var þá fjarverandi að stríða í öðrum löndum). En fleira hangir á spýtunni.
Smám saman hefst það upp úr þeim systrum að Helena er í raun móðir Elínar
Helenu og hafði átt hana sextán ára gömul. Líkt og Elín hafði við móður-
missi hálft í hvoru gengið yngri systur sinni í móðurstað, tekur hún nú að sér
barnið og gerir að sínu, því að svona utankjörstaðarkrakkar sem unglingum
verður á að eignast, eru ekki við hæfi í Amríkunni. Sem sagt, Elín Helena
er ættleidd af Elínu og Rikka, og það gefur henni rétt á að halda til Islands
með barnið, því að Elín getur ekki fyrirgefið manni sínum að hafa lagst með
barnungri systur sinni. í rimmu þeirra systra þegar þær loks hittast, ber Elín
reyndar á systur sína, að hún hafi komið víðar við og Elín Helena sé ekki einu
sinni dóttir hennar; en þetta er eftir að sá ís sem brynjað hefur sinni Elínar er
örlítið farinn að þiðna og hún sér ekki lengur skýrt. Helena segist aldrei hafa
elskað annan mann.
Efnið verður svo ekki rakið lengra, aðeins bent á að nafngift þessara þriggja
kvenna er engin tilviljun, „svo eru mönnunum ofin örlög svo undarleg“. A ytra
borði kann að virðast sem efnið sé melódramatískt, þegar það er rakið á jafn
prósaískan hátt og hér, en það væri harla ómaklegur dómur. Þetta leikrit er
samið af sérlegri hind. Fléttan er svo haglega gerð, að leitun mun á sambæri-
legri efnismeðferð í íslenskum leikskáldskap, með sálfræðilegum dýptarmæli
og vitsmunalegri skerpu, sem rúmar bæði semantískar vangaveltur um sann-
leika og veruleika, um upplifða minningu og þó hagrædda, um persónulega
ást og föðurlandsást, um mynd af veruleika og veruleikann sjálfan, sem svo
erfitt er að fanga, jafnvel í núinu. Rikki getur ekki horfst í augu við minn-
inguna; hann sveipar hana skáldlegri mynd til að lina sársaukann. Þar kemur
tengingin við ljóð skáldsins. Evigt ejes kun det tabte, sagði hinn Ibseninn. Ef
þá nokkurn tímann.