Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 160

Andvari - 01.01.2013, Side 160
158 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI Bjarni Bjarnason hóf feril sinn ungur með sjálfsútgáfu ljóðabóka og smá- sagna en hefur hins vegar mest sinnt skáldsagnaforminu og gert ýmsar athygl- isverðar tilraunir innan þess. Skáldsögur Bjarna eru, þegar þetta er skrifað, níu talsins og eru af fjölbreytilegum toga.3 Fyrsta skáldsaga hans, Til minn- ingar um dauðann, kom út árið 1992, en þá hafði hann áður gefið út tvær ljóðabækur, Upphafið (1989) og Urðafjólu (1990) og tvö sagnasöfn, Ótal kraftaverk (1989) og í Óralandi (1990). Þessar fyrstu bækur gaf Bjarni allar út sjálfur, líkt og fyrstu skáldsöguna, Til minningar um dauðann (1992), og fór útgáfa þeirra að mestu leyti framhjá þeim sem stýra íslenskri bókmennta- umræðu. En Bjarni lét ekki deigan síga og endurútgaf allar þessar bækur sínar í einni stórbók sem ber titilinn Vísland (1994). Með annarri skáldsögunni, Endurkomu Maríu, sem kom út árið 1996, urðu hins vegar þáttaskil í höf- undarferli Bjarna. Skáldsagan vakti töluverða athygli; hún hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna og má segja að Bjarni hafi þá fyrst komist almennilega inn á hið sýnilega svið eða upp á „yfirborð“ bókmenntalífsins á íslandi. Sjálfur hefur hann notað orðið „neðanjarðarskáld" um fyrsta hluta höfundarferils síns og í lok skáldævisögunnar Andlit lýsir Bjarni sátt sinni við það hlutskipti sem hann hefur enga trú á að breytist: „Nú var ljóst að ég yrði neðanjarðarskáld til æviloka/4 I Andlit lýsir Bjarni þrautagöngu sinni á milli bókaforlaga með handritið að Endurkomu Maríu og - ef marka má þá frásögn - var handritinu hafnað 36 sinnum áður en bókaútgáfan Ormstunga gaf það út um það bil tveimur árum eftir að höfundur lauk við að skrifa það. Endurkomu Maríu hefur vegnað vel og sagan hefur verið þýdd á ensku, arabísku og þýsku og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. En hvers vegna gekk Bjarna Bjarnasyni svona treglega að koma verkinu út, eða öllu heldur inn á íslensk bókaforlög? Sjálfur skrifar hann: „Hvað varðar íslenska bókmenntasögu var hún utangarðs að því leyti að hún tengdist Islandi ekki á nokkurn hátt.“5 Líklegasta skýringin er sú að verkið er á sviði fant- asíuskáldskapar sem átti ekki upp á pallborðið í íslenskri bókmenntaumræðu um miðjan síðasta áratug en er hins vegar í mikilli sókn um þessar mundir, ekki síst meðal ungra lesenda. Önnur skýring kann að vera að í Endurkomu Maríu - og síðar í fleiri skáldsögum - vinnur Bjarni með kristin goðsagnaleg stef á hátt sem sjaldséður er í íslenskum samtímabókmenntum.6 Sjálfur segir Bjarni að honum hafi láðst „að læra eina einfalda setningu, þríeiningarsetn- inguna svokölluðu: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“.71 íslenskum skáldsögum átti Landið að vera sögusviðið, Þjóðin efnið og Sagan hennar sögutíminn. Þessa reglu þverbraut Bjarni Bjarnason í sínum fyrstu skáldsög- um, hann leitaði á mið fantasíu og goðsagna og þá sérstaklega til kristinna goðsagna. Táknheimur kristninnar er allsráðandi í Endurkomu Maríu, sem, eins og titillinn bendir á, fjallar um endurkomu Maríu guðsmóður í vestrænt nútímasamfélag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.