Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 161

Andvari - 01.01.2013, Page 161
ANDVARI UTAN OG INNAN GARÐS 159 í næstu tveimur skáldsögum Bjarna, Borginni bak við orðin og Nœturverði kyrrðarinnar, heldur hann áfram að vinna með kristinn táknheim og guð- fræðileg stef á athyglisverðan hátt. Fyrir fyrrnefndu skáldsöguna hlaut Bjarni Bókmenntaverðlaun Reykjavíkurborgar, kennd við Tómas Guðmundsson, árið 1998, en sú síðari er sjálfstætt framhald þeirrar fyrri. í þessum skáldsögum vinnur Bjarni með efnivið sem á rætur að rekja til ævintýra, trúarbragða, tákn- heims goðsagna, heimspeki, dulspeki og drauma. Textinn er hlaðinn mynd- rænum lýsingum og skapandi beitingu málsins og höfundur víkst ekki undan að spyrja stórra spurninga um tilvistina, tilgang og merkingu, ástina og dauð- ann og önnur klassísk viðfangsefni skáldskaparins. Gott jafnvægi er á milli fantasíunnar og veruleikans í texta Bjarna, hin tvö svið spegla gjarnan hvort annað á djúpsæjan máta. Það er síður en svo auðvelt að gera grein fyrir efni þessa tveggja bóka því söguheimurinn er margbrotinn og lagskiptur. í sögu- miðju er persónan Immanúel Merkúríus sem er lítill drengur í upphafi fyrri sögunnar en ungur maður í þeirri síðari. Immanúel Merkúríus kemur til óskil- greindrar borgar, munaðarlaus götudrengur, og frá honum streyma frásagnir af óþekktu konungsríki sem hann segir vera ríki föður síns. Sögur drengsins hrífa áheyrendur - hvort sem þeir trúa honum eða ekki - enda spanna þær allar mannlegar tilfinningar og annað sem góðar sögur prýða; hann segir frá ástum og svikum og flókinni valdabaráttu í ævintýralegri veröld. Frásagnir drengsins taka stundum á sig form dæmisagna og spakmæla þar sem merk- ingin er margræð og vekur fólk til umhugsunar með táknrænum skírskotun- um og vísdómsorðum. Saman við sögur drengsins fléttast frásögn af lífi hans í borginni, samskiptum hans við fólk af ýmsu tagi og tilraunum hans til að fóta sig í þeim nútímaveruleika sem virðist víðs fjarri þeim heimi sem hann lýsir sem sínu upprunanlega umhverfi. Fantasíuskrif eru ekki á allra færi en Bjarni Bjarnason hefur afar góð tök á þeim eins og þessar bækur hans sanna. í ágætri grein eftir Bjarka Valtýsson, sem finna má á vef Borgarbókasafnsins, segir Bjarki að Bjarni noti fantasíuna „sem tæki til könnunar á dulvitund" og sé „þá kominn nærri draumabókmenntum“ og vísar hann til orða Bjarna - í viðtali sem birtist í tímaritinu Andblœr - að draumar séu „raunsæjar lýsingar á hinni algeru fantasíu“.8 Bjarni hélt áfram að vefa fantasíu inn í skáldverk sín og árið 2001 gaf hann út skáldsöguna Mannætukonan og maðurinn hennar þar sem hann leik- ur sér jafnframt með form glæpasögunnar á skemmtilegan hátt, en verkið segir hann byggt á draumi. Upphaf sögunnar gefur fyrirheit um hefðbundna glæpasögu, þar sem leynilögreglumaðurinn Hugi Hugason er á ferð með dul- arfullri kvenpersónu sem ber nafnið Helena Náttsól. Fljótlega bregður frá- sögnin þó á leik með fantasíu og ýmsum snúningum sem vel má halda fram að geri kostulegt grín að reyfaraforminu. Fyrir Mannætukonuna fékk Bjarni Bókmenntaverðlaun kennd við Halldór Laxness árið 2001.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.