Andvari - 01.01.2013, Síða 164
162
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
ANDVARI
má sjá lýsingar sem auðvelt er að tengja við móðurleit þótt slík túlkun liggi
ekki endilega á yfirborði textans. Hér má sem dæmi nefna hrifningu drengs-
ins á ýmsum konum; þrá hans eftir að „hverfa inn um gatið á maganum" á
fallegum gítar sem hann sér í verslunarglugga - og minnir hann á konu - og
jafnvel atvik þar sem lýst er grindhvaladrápi í Færeyjum snýst um lítinn kálf
sem liggur þétt upp að dauðri móður sinni og drengnum býðst að skera, hann
neitar enda hefur „sorgarsöngur sírenunnar“ (en þannig lýsir hann hljóðunum
í hvalnum) níst hjarta hans (45).
Það sem vekur strax eftirtekt þegar Andlit er lesin er stíll frásagnarinn-
ar. Aðalstílbragð textans er úrdráttur, sagt er frá stórviðburðum á allt að því
óhugnanlega hlutlægan hátt. Þess konar frásagnarháttur er frekar í anda ís-
lendingasagna en fyrri skáldsagna þessa höfundar. En Bjarni hefur meist-
aratök á þessum frásagnarhætti ekki síður en hinni ljóðrænu fantasíu Borgar-
innar á bak við orðin og Næturvarðar kyrrðarinnar eða hinni sprellandi
fáránleikakómedíu Mannætukonunnar. Á baksíðu bókarkápunnar er að finna
þessa setningu: „Hér segir Bjarni Bjarnason frá litríkri æsku á áttunda ára-
tugnum, hvernig hann elur sig upp að mestu leyti sjálfur, þvælist milli staða
innanlands og utan [ ...]“. Æska sögumanns er vissulega sérstök og á bak við
setninguna „elur sig upp að mestu leyti sjálfur“ býr harmur, barnið elur sig
upp að mestu leyti sjálft vegna vanrækslu og sinnuleysis lánlausra foreldra.
An þess að höfundur útmáli nokkurs staðar tilfinningar sínar má segja að
skuggi hvíli yfir þeirri bernsku sem lýst er. Hér er sagt frá dreng sem hrellir
kennarann sinn þá fáu daga sem hann skrópar ekki í skólanum, þvælist í
bænum og hnuplar úr búðum, allt án afskipta foreldra sem spyrja engra spurn-
inga. Hann fréttir af skilnaði foreldra sinna fyrir tilviljun þegar hann kemst að
því að faðir hans hefur búið annars staðar í marga mánuði. Hann ákveður að
flytja til föður síns í Færeyjum þegar hann er tíu ára og móðirin reynir ekki að
telja honum hughvarf. Gott dæmi um úrdrátt í frásögninni er þegar hann lýsir
sjö ára aðskilnaði frá móður sinni á þennan hátt: „Vorið þegar ég var sautján
ára hafði ég ekki náð að spjalla við hana nema í síma í sjö ár“ (141). Annað
gott dæmi er eftirfarandi frásögn úr áður nefndum kafla „Fjölskyldumyndir“:
Annars var pabbi útgerðarmaður, átti tólf tonna bát sem hét Kátur. Mig hafði oft langað
í siglingu á þeim bát en var ævinlega skilinn eftir í landi. Svo gerist það einn morgun að
hann spyr hvort ég vilji ekki koma með í túr. Ég veit ekki hvers vegna, en ég afþakkaði.
Hann reyndi að ýta á eftir mér, en mér varð ekki haggað. Það síðasta sem ég myndi gera
væri að fara í þessa sjóferð. í þessari ferð sökk Kátur, með svarthvítu fjölskyldumyndina
frammi í lúkar, eins og til var ætlast af honum, og faðir minn fékk tryggingapeningana.
Þurfti ekki að hafa barn með í túrnum til að sannfæra dómarana. (37)
í meitluðum frásögnum eins og þessari er að sjálfsögðu sögð mun stærri saga,
eða með öðrum orðum er mikill undirtexti í frásögninni sem varla fer framhjá