Andvari - 01.01.2013, Page 169
ANDVARI
SÍÐASTA FREISTINGIN
167
leikurinn er færður upp og þá eru allir þorpsbúar með í leiknum. Ungur fjár-
hirðir fær hlutverk Krists, fögur ekkja á að leika Maríu Magdalenu, en hún
er jafnframt eina vændiskonan í þorpinu. Veruleiki lífsins, ekki síst pólitískar
uppákomur, valda því, að leikendurnir lifa sig inn í hlutverk sín með afar
óvæntum hætti. Píslarsagan endurtekur sig hér sem pólitískur veruleiki.
í Síðustu freistingunni horfir skáldið dýpra, nú er það ekki aðeins maður-
inn og samfélagið, hin pólitísku átök, heldur maðurinn sem hangir á kross-
inum, um hann snýst sagan frá upphafi til enda. Hver var hann? Til hans er
horft, inn í sál hans, þar sem þemun úr grísku dymbilvikunni og frásögninni
um hinn lífsglaða og dansandi Sorbas mæta lesandanum.
Hér er það krossfestingin sem grípur lesandann, í fyrstu virðist allt vera
eftir bókinni en sagan tekur óvænta stefnu þegar freistarinn kemur til Jesú
milli draums og vöku eins og lítil stúlka og segir:
„Guð sendi mig til að bera sætu á varir þér. Menn hafa gefið þér margt beiskt að
drekka; himnarnir hafa gert slíkt hið sama. Á allri þinni ævi hefurðu ekki litið einn
einasta gleðidag. Móðir þín, bræður, lærisveinar; fátækir, lemstraðir, kúgðir - allir, allir
yfirgáfu þig á hinni óttalegu stund. Þú varst kyrr á klettinum í myrkrinu, aleinn og
óvarinn. Og þá sá Guð Faðir aumur á þér. ‘Þú þarna, hversvegna situr þú?’ kallaði hann
til mín. Ertu ekki verndarengill hans? Jæja, farðu niður og bjargaðu honum. Ég vil ekki
að hann verði krossfestur. Nú er nóg komið!“
„Drottinn hersveitanna," svaraði ég honum skjálfandi, „sendirðu hann ekki til jarðar
til að láta krossfesta sig til bjargar mannkyni? Þessvegna sit ég hér rólegur: ég hélt það
væri þinn vilji.“
„Látum hann krossfestast í draumi," svaraði Guð; „látum hann finna smekkinn af
sama ótta, sömu kvöl.“
„Verndarengill,“ hrópaði Jesús og tók báðum höndum um höfuð engilsins til að missa
hann ekki, „verndarengill, ég er ringlaður - var ég ekki krossfestur?"
Engillinn lagði alhvíta hönd sína að æstu hjarta Jesú til að róa það. „Vertu rólegur,
láttu ekki truflast, elskulegur,“ sagði engillinn við hann, og töfrandi augu hans kvikuðu.
„Nei, þú varst ekki krossfestur.“
„Var krossinn þá draumur - og naglarnir, kvölin, sólin sem sortnaði?"
„Já, draumur. Þú lifðir gervalla píslarsögu þína í draumi. Þú steigst uppá krossinn
og varst negldur við hann í draumi. Þessi fimm sár á höndum þér, fótum og hjarta voru
veitt þér í draumi, en af þvílíku afli, að - sjáðu, það blæðir enn.“ (Bls. 443).
„Það var faðir minn sem breytti blóði mínu í blek.“ Þannig minnist Kazantzakis
föður síns, en í orðunum er einnig tilraun til skýringar á áráttu skáldsins til
að skrifa. Orðalagið er tilfinningaríkt og afgerandi eins og stíll hans að öðru
leyti. í þeim anda skrifar hann um sjálfan sig í formála að Síðustu freisting-
unni: „Eg hef aldrei fylgt Kristi blóðugan stíginn upp til Golgata með slíkri
skelfingu, aldrei lifað mig inn í líf hans og þjáningu með slíkri ógn og samlíð-
un eins og þær nætur og daga, er ég skrifaði Síðustu freistingu Krists. Meðan
ég skrifaði þessa játningu um sálarangist og hina miklu von mannkynsins