Andvari - 01.01.2013, Page 184
182
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
vörður tók saman og hefur verið prentuð þrívegis. Hún er þó ekki talin meðal
heimildarrita höfundar. Þar má fræðast um allar útgáfur á sögum Gunnars,
bókfræði þeirra fram til þess tíma þegar skráin var gerð. En hér koma leiðrétt-
ingar (vísað til blaðsíðna í bókinni) og fáeinar athugasemdir um leið:
Jakob Jóhannesson Smári þýddi fjórða bindi Borgarættarinnar, Örninn
unga, en ekki Einar H. Kvaran eins og segir á blaðsíðu 135. Þýðandinn er rétti-
lega tilgreindur á blaðsíðu 456. Athuga ber að höfundur felldi Örninn unga
síðar aftan af Borgarættinni. Einar H. Kvaran þýddi hins vegar Ströndina.
- Fróðlegt væri annars að athuga samband Gunnars og Einars, þeir þýddu
bækur hvor annars, Gunnar þýddi Gull eftir Einar á dönsku, en ekki er þess
getið í bókinni. Svipað gerist í samskiptum Gunnars og Halldórs Laxness
sem alkunna er, Gunnar þýddi Sölku Völku á dönsku, Halldór Fjallkirkjuna,
Vikivaka og Frá Blindhúsum á íslensku. - Þessir þrír höfundar eru einmitt
þeir sem nefndir hafa verið til Nóbelsverðlauna af hálfu Islendinga, fyrst
Einar, svo Gunnar og loks Halldór. Annars vegar við Gunnar er helsti höf-
undur Islendinga af eldri kynslóð, hins vegar sá femsti af yngri kynslóð. -
Eitthvað hafa persónuleg samskipti Gunnars og Einars versnað þegar frá leið
því að um 1923 segist Gunnar í bréfi hafa heyrt að Einar baktali sig (bls. 220).
Bls. 215: Jakob Smári þýddi leikritið Dýrið með dýrðarljómann, sbr. bls.
222, ekki Gunnar sjálfur eins og skilja má.
Bls. 222: Vilhjálmur Þ. Gíslason þýddi Sælir eru einfaldir 1920. Skúli
Bjarkan þýddi söguna síðar fyrir Landnámuútgáfuna.
Bls. 273-74: Jóni Sveinssyni, Nonna, var boðið á Alþingishátíðina, af ís-
lenskum stjórnvöldum.
Bls. 340: Aðventa var ekki fyrsta bók Gunnars sem þýdd var (af Magnúsi
Asgeirssyni) á íslensku eftir 1922, Svartfugl, líka í þýðingu Magnúsar, kom
ári fyrr, 1938.
Bls. 373: Fjallkirkjan er í fimm bindum í danskri frumútgáfu, ekki fjórum.
Landnámuútgáfan er raunar í þremur(!)
Bls. 392: Knut Hamsun gaf Goebbels Nóbelspening sinn, ekki Hitler, það
stendur í nýlegri ævisögu Hamsuns eftir Ingar Sletten Kolloen. Hamsun mun
ekki hafa gengið í flokk norskra nasista, National Samling, eins og hér er sagt,
en hann studdi málflutning flokksins í blaðagreinum og var dæmdur fyrir þær
eftir stríð.
Bls. 423: Brimhenda kom fyrst út 1954, ekki 1955.
Bls. 432: Þar stendur að sænska ljóðskáldið Pár Lagerkvist hafi fengið
Nóbelsverðlaun 1951. Lagerkvist skrifaði aðallega prósa, þótt hann væri líka
ljóðskáld og kannski mest metinn í seinni tíð fyrir ljóð sín; svo var að sjá af
sænskum blöðum á aldarafmæli hans 1991. En Nóbelsverðlaunin fékk hann í
kjölfar skáldsögunnar Barrabas.
Mynd á blaðsíðu 445 er áreiðanlega ekki tekin við stofnun Almenna bóka-