Jökull - 01.01.2021, Page 20
Larsen et al.
Tephra fall was most frequently observed in the
areas east of Mýrdalsjökull, reported on 12 days out
of the 23 days the eruption lasted. There the reported
thickness of freshly fallen tephra some 30 km from
the source was 6.5–10 cm and after redeposition tens
of cm in topographic lows.
The jökulhlaup on day 1 consisted of two sepa-
rate phases. The first phase broke through Kötlujökull
glacier and flowed supraglacially in three forks, cov-
ering a much larger area outside the glacier than the
second phase. In the second phase, the meltwater had
created a subglacial flood route with a single outlet at
the southwest corner of the glacier, breaking masses
of ice from the snout.
Acknowledgements
Useful information obtained over the years from
discussion with people who live in the vicinity of
Katla is much appreciated. MHJ acknowledges a
Marie Skłodowska-Curie fellowship in 2016–2018.
We thank Jónas Guðnason, Thor Thordarson and
Tinna Jónsdóttir for their contribution to the isopach
map. The Photographic archives of Westman Is-
lands (Ljósmyndasafn Vestmannaeyja) and the Na-
tional Museum of Iceland (Þjóðminjasafn Íslands)
provided copies of 1918 photographs. Various sup-
port from The Icelandic Road and Coastal Admini-
stration (Vegagerðin), The Chief of Police in South
Iceland, (Lögreglustjórinn á Suðurlandi) and The
Civil Defence Department of the National Commis-
sioner of the Icelandic Police (Almannavarnadeild
Ríkislögreglustjóra) is acknowledged.
ÁGRIP
Kötlugosið 1918 hófst 12. október og síðast sást til
reyks í Mýrdalsjökli 4. nóvember. Stóð gosið því yfir
í 23 daga. Kötlugjóskan féll víða um land frá 12. okt-
óber til 1. nóvember og segja má að flesta dagana
meðan gosið stóð hafi hennar orðið einhversstaðar
vart. Í nærsveitum féll gjóska fyrstu 4–5 gosdagana
en varð þó hvergi þykkari en hálfur þumlungur eða
1,3 cm. Mesta gjóskufallið í byggðum var dagana
22. til 25. október, á 11.–14. gosdegi. Skaftártunga
varð verst úti í gosinu og varð þykkt gjóskunnar
“alls fyllilega 2,5 þumlungar og í lautum 3–4 þuml-
ungar” (Gísli Sveinsson, 1919) eða 6,5–10 cm, en
miklu þykkari þar sem hún safnaðist í skafla. Ein jörð,
Svartinúpur, fór alveg í eyði og þrjár um tíma. Mesta
gjóskufallið í Vík stóð meira og minna í 13 klukku-
stundir 24. til 25. október en jafnfallin aska og vikur
var þá orðin 2–4 cm. Gjóska barst til Hornafjarðar og
Reykjavíkur á öðrum gosdegi, 13. október. Í Reykja-
vík var magnið um 40 grömm á fermetra þennan dag
og þykktin aðeins brot úr millimetra en gjóskufalls
varð vart fjórum sinnum í Reykjavík meðan á gosinu
stóð. Á þriðja gosdegi féll gjóska á Norðurlandi og
síðar náði gjóskufall bæði til Austurlands og Vestur-
lands.
Kötlugjóskan er illa varðveitt í jarðvegi enda
nefna heimildir að strax um haustið hafi hún fokið
og skolast burt í rigningum. Í ísnum í Mýrdalsjökli,
þar sem hún huldist fljótlega snjó, er hún nokkuð
vel varðveitt og kemur nú fram sem kolsvört rönd á
skriðjöklum hans. Búið er að kortleggja gjóskulagið
utan jökuls og meta þykktir í jökli. Lágmarksrúmtak
eins og það er í jarðvegi og ís nú er um 0,9–1,0 km3 en
það samsvarar um 1,1–1,2 km3 af nýfallinni gjósku.
Jökulhlaupinu á fyrsta degi Kötlugossins 1918
má skipta í tvo fasa. Í fyrstu braust hlaupvatn út úr
Kötlujökli ofan jökulsporðsins og rann ofan á ísnum
niður á Mýrdalssand í tveimur meginálum og einum
minni. Hlaupvatnið náði niður að Hjörleifshöfða og
að Álftaveri á tímabilinu kl. 15–15:30. Vestasta álm-
an fór niður Mýrdalssand vestanverðan um farvegi
Múlakvíslar og Sandvatns. Austasta álman kom fram
í Krika og rann um farvegi Leirár og Skálmar í Kúða-
fljót en einnig um Kælira og Landbrotsá niður í Álfta-
ver. Þriðja álman var lítil en rann fram miðjan sandinn,
norðan Hafurseyjar. Tjón á jörðum varð mest í þes-
sum fasa hlaupsins. Í seinni fasa jökulhlaupsins braust
hlaupvatnið undan sporði Kötlujökuls nokkru á eftir
fyrsta hlaupinu og kom eingöngu fram á vestanverð-
um Mýrdalssandi. Í honum barst óhemju magn af ís
og seti fram á sandinn og til sjávar. Jökulhlaupið færði
ströndina fram og myndaði tanga, Kötlutanga, sem
náði í fyrstu allt að 4 km út fyrir strandlínuna frá 1904.
REFERENCES
Ásbjörnsson, S. 1994. Heimildakönnun á gosmenjum
frá Kötlugosinu 1918: Jökulhlaupin og áhrif þeirra.
Greinargerð til Nýsköpunarsjóðs námsmanna ásamt
18 JÖKULL No. 71, 2021