Jökull


Jökull - 01.01.2021, Síða 95

Jökull - 01.01.2021, Síða 95
Kötlumyndir Þorláks Sverrissonar Herra ritstjóri Morgunblaðsins! Þegar eg las yðar heiðraða blað, rakst eg á grein í 69. tölubl., 21. janúar, þar sem svo er að orði komist: „Myndir frá Kötlugosinu, teknar austur í Mýrdal meðan gosið var sem mest, eru til sýnis í gluggum Ísa- foldarprentsmiðju, og eru það hinar einu myndir, sem til eru af gosinu.“ Til leiðréttingar við grein þessa skal eg geta þess, að þetta er ekki rétt, því að eg var hér sá eini ljós- myndari í Mýrdal, sem tók myndir af þessu gosi, frá byrjun til enda, og fylgdist með öllum breytingum á meðan gosið stóð yfir og ferðaðist með tveim öðr- um mönnum, Ólafi Halldórssyni og Magnúsi Jónssyni, inn að jökli á meðan flóðið rann fram, og tók ég mynd- ir af rennandi flóðinu, og sést þar Hjörleifshöfði, um- kringdur jökulflóði og hrönn, og aðrar þar sem flóð- ið kom fram undan jöklinum, og hrannir og jaka og reykjarmökkinn í ótal útgáfum; er hann lang tilkomu- mestur fyrsta daginn, þegar hann gaus upp. Af mynd- um þessum hefi eg ekkert gefið út enn. Kjartan Guð- mundsson ljósmyndari, sem kom hingað austur síð- asta daginn sem sást rjúka úr Kötlugjá, tók nokkrar myndir af mökknum þann dag, og getur það ekki talist hafa verið tekið á meðan gosið stóð sem mest. – Bréf þetta bið eg yður að birta í blaði yðar til skýringar við áðurnefnda grein.“ Yðar með virðingu Þorl. Sverrisson. (Mbl. 18. mars 1919) Kjartan svarað að bragði 19. maí sama ár og not- aði sömu fyrirsögn og Þorlákur: Kötlugosið Í 125. tbl. Morgunblaðsins þ. á. stendur greinar- korn með þessari fyrirgögn, eftir Þorl. Sverrisson. Mér hefir frá Reykjavík verið bent á grein þessa, vegna mynda þeirra af Kötlugosinu, sem eg hefi þar til sölu, og hefi verið beðinn um frekari upplýsingar viðvíkjandi myndunum. Í nefndri grein stendur: „Eg var hér sá eini ljós- myndari í Mýrdal, sem tók myndir af þessu gosi, frá byrjun til enda.“ Naumast verður þetta skilið á annan veg en þann, að Þorl. Sverrisson sé einn um myndatökuna, hér í Mýrdal, af þessu gosi og síst að kynja, þótt hon- um verði nokkuð úr lopanum, ef hann hefir verið að „mynda“ allan tímann, sem gosið stóð yfir – mesta furða, að hann skyldi gefa sér tíma til að „leiðrétta“ smágreinina í Morgunblaðinu, sem gat um myndir mínar. En svo undarlega bregður þó við, að þegar mínar myndir koma á markaðinn, eru engar aðrar þar fyr- ir og ekki komnar enn, svo leiðrétting Þorl. Sverris- sonar hefir við lítil rök að styðjast. Það skal tekið fram, að eg skifti mér ekkert af því, hvað Morgun- blaðið sagði um myndir mínar, bað að eins að vekja eftirtekt á þeim. Þ. S. fer óbeðinn að gefa upplýsingar um mynda- töku mína af gosinu og mundi eg vera honum þakk- látur fyrir, ef rétt væri frá skýrt, en það virðist honum ekki eiginlegt. T. d. segir hann: „Kjartan Guðmunds- son ljósmyndari, sem kom hingað austur síðasta dag- inn sem rjúka sást úr Kötlugjá, tók nokkrar myndir þann dag, og getur það ekki hafa verið tekið meðan gosið stóð sem mest.“ Allir sjá til hvers refirnir eru hér skornir, að spilla fyrir mínum myndum, en þær hygg eg að sýni nokkuð meira en hann vill vera láta og þori vel að leggja það undir dóm þeirra, er vit hafa á. Eg kom austur í Mýrdal 28. október, tók fyrst mynd af gosinu daginn eftir, af Steigarhálsi í Mýrdal; sást þá illa til gossins fyrir snjógangi; kom eg til Víkur um kvöldið. 2. nóv. tók eg flestar mínar myndir; var gosið kraftmikið þann dag, leifturblossar og þrumur; fyrri hluta dagsins var jökullinn hulinn þokumekki, sem gosið gnæfði upp yfir. Seinna um daginn tók eg fyrst neðan við Víkurþorpið og inn hvarf þokan að mestu. Myndirnar svo inn eftir Reynisfjalli vestanverðu. Þar naut gosstrókurinn sín betur og fjöllin og jökullinn sást vel. Daginn eftir sást að eins lítill reykur og var það síðasti dagurinn, sem sést hefir rjúka úr gjánni. Þá voru enn nokkrar þrumur og dynki að heyra í gosátt- inni. Austur á Mýrdalssand fór eg skömmu síðar og tók myndir af hlaupstöðvunum; má sérstaklega benda á tvær myndir þaðan: Önnur er tekin yfir Mýr- dalssand, fyrir norðan Selfjall; sést Múlakvísl liðast á milli hranna og renna vestur fyrir norðan Selfjall, eftir farvegi, sem myndaðist í Kötluhlaupi 1721; skarst þá í sundur móbergsháls, milli Selfjalls og Höfðabrekku- JÖKULL No. 71, 2021 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.