Jökull - 01.01.2021, Síða 105
Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar
7. mynd sýnir dökkan og úfinn mökk yfir Höttu og Hrafnatindi. Fjöllin eru svört en þó sjást stöku hvítir skaflar.
Miðað við lýsingar (sjá megintexta) er líklegast að myndin hafi verið tekin 22. október, áður en mökkurinn
fór „að hrynja yfir fjallabrúnirnar“ og aska byrjaði að falla. (Mynd ÞS-2-015, Þjóðminjasafn Íslands. Eign
Jarðvísindastofnunar Háskólans). – Photo most likely taken on October 22. It shows an ominous dark cloud
overhanging mountains Hatta (left) and Hrafnatindur (right). The mountain slopes are black except for a few
snowdrifts near the mountain tops. On October 22 Jóhannsson (1919) described an eruption cloud appearing
around noon, rising high and changing into a black wall of ash to the east of Vík. This black wall was gradually
shifted towards Vík until it „came crashing down over the mountain tops“ (translation after Jóhannsson 1919)
around 16 o’clock, depositing about 2 mm thick layer of ash. It is likely that this photo was taken shortly before
16 o’clock on October 22. (After plate ÞS-2-015, National Museum. Property of Institute of Earth Sciences).
Lýsing á gosmekkinum eftir hádegi 22. október
(Guðgeir Jóhannsson 1919, 13): „Eftir kl. 12 fer hann
óðum hækkandi. Kl. 1 e.h. steypist hann eins og vegg-
ur yfir Hjörleifshöfða. Er hann þá þegar himinhár,
en þó fer hann síhækkandi. Byltist hver öskubólstr-
inn yfir annan í stefnunni yfir gígnum, en hleðst síðan
í svartan öskuvegg, er tekur hátt upp yfir fjöllin og
nær langt á haf út. ... Einnig færist hann nær vík-
inni, svo útsýnið verður minna og minna til austurs.
kl. 4 e.h. fellur veggurinn yfir Víkurklett. Og um sama
leyti fer hann að hrynja yfir fjallabrúnirnar á Höttu og
Hrafnatindum. Tekur þá að sáldrast aska hér í þorp-
inu.“ Askan sem féll þennan dag varð um 2 mm þykk
samkvæmt Guðgeiri en svo að huldi jörð samkvæmt
Gísla Sveinssyni (1919).
Lýsing á gosmekkinum 24. október (Guðgeir Jó-
hannsson 1919, 14–15): „Í morgun leggur dimman
gosmökk fram með fjöllunum að austan. Hækkar
hann óðum, og verður hæstur frá kl. 10–11 f.h. Er þá
jafnsvartur og skuggalegur sem í fyrra dag. Virðast
fjöllin hér fyrir ofan og austan þorpið skínandi björt
(þótt dökk séu) í samanburði við sortann að fjallabaki.
JÖKULL No. 71, 2021 103