Jökull - 01.01.2021, Side 108
Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir
10. mynd. Hlaupfarvegir á Mýrdalssandi og við Hjörleifshöfða. Í forgrunni er farvegur Múlakvíslar, um hann
fór hlaupvatn í fyrsta þætti Kötluhlaupsins en ekki síðar því jakahrönn við Selfjall stíflaði farveginn. Á miðri
mynd er farvegur meginhlaupsins og þar rennur ennþá vatn beggja vegna við Hjörleifshöfða. Milli Múlakvíslar
og meginhlaupsins er dökk sandræma sem hlaupvatnið 1918 fór aldrei yfir. Þegar myndin var tekin var Múla-
kvísl búin að gera sér farveg gegnum ísstífluna (sjá 11. mynd). Í farveginum eru hreinþvegnir jakar, neðst á
myndinni virðist vera ljós fönn með jakadreif og í brekkunni til hægri á miðri mynd sést flóðfar. Dökka urðin í
farveginum gæti verið hlaupurð með jökum og stórgrýti því hlaupið víkkaði farveginn milli Selfjalls og Lérefts-
höfuðs. Í farvegi meginhlaupsins virðist vera töluvert vatn og það rennur fast upp við Hjörleifshöfða en ekki er
hægt að greina einstaka jaka. Eyrar eru komnar upp ofan við Hjörleifshöfða. (Mynd ÞS-2-008, Þjóðminjasafn
Íslands. Eign JH). – The flood routes of the 1918 jökulhlaups. In foreground is the Múlakvísl riverbed strewn
with icebergs and boulders. During the first phase of the jökulhlaup on October 12, some floodwater carrying
ice and sediment flowed along the Múlakvísl river to the south shore, before the river was blocked by the flood
deposits. Beyond the black strip of sand across the midpart of the photo lies the main flood path. It splits at
Hjörleifshöfði, the hill in the upper right of the photo. Considereable water is still flowing down the Mýrdalss-
andur plain, but bars have surfaced. There is some haze in the air and individual icebergs in the main flood
path cannot be discerned. (After plate ÞS-2-008, National Museum of Iceland. Property of IES).
lag er á myndum Kjartans. Smáél voru að morgni 2.
nóvember samkvæmt Guðgeiri Jóhannssyni (1919).
Myndirnar í efri röð á 9. mynd voru teknar fyrir
ofan Vík og sýna gosmökk, hann er heldur hærri og
unglegri á myndinni til vinstri en hefur lagst undan
vindi á þeirri til hægri. Fjöllin sunnan jökuls eru hvít
nema hamrar, bak við þau er skýjaslæða yfir jöklinum
og neðri hluta makkar.
Myndirnar í neðri röð voru teknar neðan við Vík-
urþorpið, báðar á sama stað, og sýna hækkandi gos-
mökk. Mökkurinn á myndinni til hægri er svo líkur
gosmekki á mynd Kjartans Guðmundssonar (sem var
106 JÖKULL No. 71, 2021