Jökull - 01.01.2021, Page 111
Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar
12. mynd (b) sýnir „standbergið“ í ísgljúfrinu sem meginhlaupið braut í jökuljaðarinn. Framan við það eru jakar
á stangli, sá sem er lengst til vinstri er strandaður og straumurinn klofnar á honum. Fjær sér í ísstál (ber að hluta
við himinn) þar sem jökullinn hefur sprungið og sigið fram í átt að gljúfrinu. (Mynd ÞS-2-010, Þjóðminjasafn
Íslands. Eign JH). – The photo shows the ice cliffs in the canyon. Only a few ice blocks are seen and the rapid
meltwater flow splits on a stranded ice block. The upper part of the glacier is covered by fog or thick mist, a
large crack reveals an ice wall where a portion of ice has subsided and slid towards the canyon. (After plates
ÞS-2-010, National Museum of Iceland. Property of IES).
11. mynd sýnir mikla jakahrönn og farvegi milli
Léreftshöfuðs og Hafurseyjar. Vatn rennur milli Sel-
fjalls og Hafurseyjar, eins og sendimenn sýslumanns
lýstu 16. október. Múlakvísl er búin að grafa farveg
í framburð og jakahrönnina. Stór jaki gnæfir upp úr
hrönninni en er enn hálfur á kafi í framburði hlaups-
ins. Hægt að þekkja jaka sem einnig sjást á mynd-
um Kjartans Guðmundssonar frá 17. nóvember þeg-
ar Múlakvísl hafði grafið meira frá hrönninni. Jörð
er blökk en gras ekki hulið ösku. Skaflar (til vinstri
á miðri mynd) eru kolsvartir af ösku eins og fannir
í Hafursey. Kötlujökull er svartur að sjá og jaðarinn
virðist sprunginn: „Austur með var skriðjökulröndin,
til móts við Hafursey öll rifin og sprungin og fram-
brotin.“ (Gísli Sveinsson 1919, 16).
12. mynd sýnir hlaupfarvegi og innsta hluta ís-
gljúfursins við jaðar Kötlujökuls. Sendimenn á vegum
sýslumanns, Loftur Jónsson og Hallgrímur Bjarnason,
fóru inn að skriðjöklinum 16. október: „Jökullinn
sprunginn fram, þannig að afarstór gjá eða jökulgljúf-
ur gekk þar inn í jökul“ (Gísli Sveinsson 1919, 15).
Hugsanlegt er, þótt ekki sé nefnt í skýrslu sendimann-
anna, að Þorlákur og menn með honum hafi slegist í
förina og tekið þessar myndir þá.
JÖKULL No. 71, 2021 109