Jökull


Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 112

Jökull - 01.01.2021, Blaðsíða 112
Guðrún Larsen og Þórdís Högnadóttir Samkvæmt lýsingu sendimanna sýslumannsins á aðstæðum við skriðjökulinn: „Hafði flóðið sprengt hann þar upp og fram. Lengd sprungunnar ... gisk- uðu þeir á að væri 800–1000 faðmar [1300–1700 m], breidd 200–300 faðmar [300–500 m]. Var sem stand- berg myndað í jökulinn, þar sem sprengst hafði frá, eigi minna en 80 faðmar [130 m] á hæð. Þar undan rann nú vatnsflóð og var sem kæmi uppúr sandinum.“ (Gísli Sveinsson 1919, 16). Miðað við að gljúfrið á 12. mynd sé 300 m breitt eru gljúfurveggirnir 100– 120 m háir. Dagarnir 17. og 18. október eru líklegustu mynda- tökudagarnir fyrir ljósmyndirnar á 10.–13. mynd mið- að við lýsingar á veðri og aðstæðum hjá Guðgeiri Jóhannssyni (1919) og Gísla Sveinssyni (1919). Sjá einnig töflu í viðauka. VÍSINDALEGUR ÁVINNINGUR Vísindalegur ávinningur af ljósmyndum Þorláks er margvíslegur og meiri en dæmin sem hér eru tekin. Þær spanna allt Kötlugosið og sýna gosvirknina frá upphafi til enda - þótt eyður séu í þá sögu. Mynd- irnar af gosmekkinum sýna breiddina í sprengivirkni Kötlugosa, allt frá áköfum öskuríkum gosmekki í að- gerðalitla gufumekki. Þær staðfesta lýsingar, sýna að á tímabili var gos á tveimur stöðum með um 1 km millibili og að gosstöðvarnar færðust til, og gefa kost á að miða þessar gosstöðvar út. Hægt er að meta hæð gosmakkar á nokkrum myndum þegar gosið var ákaft, í meðallagi eða aðgerðalítið. Myndum Þorláks tekst einnig að draga fram ógn- ina af þessum atburði, svo félagslegum sjónarmiðum sé haldið til haga. Dökkur öskumökkur vofir yfir stað- arfjallinu Höttu, tilbúinn að steypa sér yfir byggðina fyrir neðan, umhverfið þegar orðið svart af ösku. Þetta er allt önnur sýn á aðstæður en vel þekktar myndir Kjartans Guðmundssonar gefa af Kötlugosinu 1918, af tignarlegum fremur en ógnvekjandi gosmekki. Sá var ekki jafnægilegur og gosmökkurinn sem „vofði yfir og tók hálfan himin eða allan“ svo notuð séu orð Guðgeirs Jóhannssonar (1919, 19). Myndirnar sem teknar voru í ferðinni að ísgljúfr- inu sýna ástandið á Mýrdalssandi meðan á gosinu stóð. Myndirnar af ísgljúfrinu eru þær einu sem til eru af þessu fyrirbæri. Hægt er að fá miklu meiri upplýsingar um hlaupið með athugunum á þeim og samanburði við aðstæður á vettvangi en dæmin sem hér eru tekin. Flóðfar vatnsins í Múlakvísl í fyrsta þætti hlaupsins sést á 10. mynd og hægt verður að meta vatnsmagnið sem fór í Múlakvísl með skoðun á aðstæðum og samanburði við myndina. Allmik- ið vatn rann í meginfarvegi hlaupsins beggja vegna Hjörleifshöfða í marga daga. Þykkt hlaupset hylur svæðið milli Léreftshöfuðs og Hafureyjar, „skvetta“ úr hlaupinu hefur kastast upp í brekkur í Kurli og hægt að meta hversu hátt hlaupið náði þar. Einnig sést hvernig jaðar Kötlujökuls hefur sigið fram aust- an við ísgljúfrið. Hámarksrennsli og setflutningum Kötluhlaupsins 1918 hafa verið gerð skil áður (Hauk- ur Tómasson 1996, Þorbjörn Karlsson 1994) en með myndum Þorláks gefst tækifæri til að bæta við þær rannsóknir. Lokaorð Myndir Þorláks Sverrissonar frá Kötlugosinu 1918 eru verðmætar heimildir um gosið og breytileika þess. Engu breytir þótt myndirnar séu misjafnar að gæðum. Sumar þeirra eru mjög góðar hvernig sem á þær er litið, aðrar voru teknar við erfiðar aðstæður og birtu- skilyrði og einhverjar hafa látið á sjá í tímans rás. Þær staðfesta lýsingar sjónarvotta og eru sjálfar óumdeil- anlegar heimildir um þau augnablik í framvindu goss- ins sem þær skráðu. Myndir Þorláks frá 12. október eru líklega fyrstu myndir sem teknar hafa verið af sprengigosi í jökli. Ódagsett mynd Magnúsar Ólafssonar af gosmekki séðum frá Reykjavík gæti verið frá sama degi. Leit að eldri myndum bar ekki árangur. Tímaröðin sem hér er kynnt er ef til vill ekki óum- deilanleg, en hún er nærri lagi, þegar að er gáð voru tækifærin til myndatöku ýmsum takmörkunum háð og hér eru þær upplýsingar notaðar til að þrengja mögu- leikana. Ýmsar ástæður gætu hafa valdið því að Þorlákur birti ekki myndir sínar. Þótt hann hafi lært ljósmynda- fræði var hann aldrei með ljósmyndastofu (Eiríkur Þ. Einarsson, 2021) og hafði ef til vill ekki tök á að lag- færa eftirmyndir ef lýsing eða skerpa var ekki næg á glerplötunum. Á myndum Kjartans Guðmundssonar 110 JÖKULL No. 71, 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.