Jökull - 01.01.2021, Page 113
Ljósmyndir Þorláks Sverrissonar
13. mynd. Slútandi ísjaki og jaka-
hröngl á ofanverðum Mýrdalssandi,
myndin vafalítið tekin í sömu ferð
og mynd 017 (11. mynd). Tveir
menn standa undir jakanum (neðst
hægra megin við miðju), líklega
fylgdarmenn Þorláks, Ólafur Hall-
dórsson og Magnús Jónsson. Jakinn
gæti hafa verið allt að 24 m hár sé
gert ráð fyrir að þeir hafi verið með-
almenn á hæð. (Mynd ÞS-2-018,
Þjóðminjasafn Íslands. Eign JH). –
An iceberg and smaller iceblocks
stranded on Mýrdalssandur. Note
the two men standing below the ice-
berg probably those who assisted
Sverrisson on his trip. Assuming
they are of average height, the ice-
berg rises up to 24 m above the
surroundings. (After plate ÞS-2-
018, National Museum of Iceland.
Property of IES).
sést, bæði á eftirmyndum af glerplötum og á póst-
kortum, að þær hafa verið lagfærðar (retoucheraðar),
útlínur skerptar, stundum jafnvel bætt við skýjum á
himni, a.m.k. á útgefnum myndum (t.d. póstkort 1529
í vörslu Þjóðminjasafns).
Eftirmyndirnar af glerplötum Þorláks eru sumar
gráar og „kontrastlitlar“, t.d. myndirnar af ísgljúfrinu,
en aðrar eru frábærlega skýrar eins og 14. mynd er
dæmi um. Margar myndir má skerpa og laga til þess
draga fram ýmis atriði sem ekki njóta sín á þeim nú.
Það væri verðugt málefni að koma í kring slíkum lag-
færingum á þessum rúmlega aldargömlu myndum.
Þakkir
Við þökkum erfingjum Þorláks Sverrissonar fyrir
ómetanlega gjöf sem sýnir Kötlugosið 1918 í nýju
ljósi. Glerplöturnar eru varðveittar í Ljósmyndasafni
Þjóðminjasafns Íslands og stafrænu eftirmyndirnar
sem hér birtast voru gerðar þar. Við þökkum Eyjólfi
Magnússyni aðstoð við gagnaleit og Magnúsi Tuma
Guðmundssyni fyrir aðstoð við að túlka myndir, mæla
gosmekki og ákvarða mið á gosstöðvar. Einnig þökk-
um við Þóri N. Kjartanssyni og Oddi Sigurðssyni fyrir
yfirlestur og góðar ábendingar.
JÖKULL No. 71, 2021 111