Jökull - 01.01.2021, Page 118
Hrafnhildur Hannesdóttir
Kaldalónsjökull hefur tekið miklum breytingum
og dauðís gerir mælingamönnum erfitt fyrir að áætla
virkan jökuljaðar. Jökultungan er nú alveg slitin frá
meginjöklinum. Þótt ekki mælist hop á milli ára nú
er ljóst að jökullinn rýrnar mikið. Viðar Már Matth-
íasson, sem sinnt hefur mælingum frá árinu 2015, er
búinn að finna arftaka og mun Þórður Halldórsson í
Laugarholti taka við mælingunum haust 2021. Við
þökkum Viðari fyrir hans störf.
Breytingar á tveimur tungum í norðanverðum Þór-
isjökli hafa nú verið mældar í fyrsta skipti og er hörf-
unin upp á nokkra tugi m. Landverðir í Kverkfjöllum
hafa tekið vel í að taka við mæliröðinni á Kverkjökli
og munu skoða aðstæður og velja hentuga mælilínu
næsta haust. Þar hefur nýlega verið bætt við merk-
ingum um legu jökuljaðarins á mismunandi tímum á
gönguleiðinni inn að jökli.
Tekið var upp á því að birta myndir úr sporðamæl-
ingaferðum á facebook-síðu JÖRFÍ-félaga síðastliðið
haust og hefur það mælst vel fyrir og gert mælingarn-
ar sýnilegri félagsmönnum sem og öðrum. Með nýrri
jöklavefsjá, sem brátt mun líta dagsins ljós, munu birt-
ast myndir af fólki við sporðamælingar og viljum við
hvetja sporðamælingamenn og aðra til þess að senda
okkur ljósmyndir á spordar@vedur.is.
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull og Jökulháls – Jaðar Hyrningsjökuls
nær mjög mislangt fram og hefur örlítil hliðrun út frá
línu talsverð áhrif á hversu mikið hopið mælist. Snjór
á Jökulhálsi hindraði mælingu að þessu sinni.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Jökullinn hefur ekki hopað mikið
milli ára en ljóst að hann þynnist og rýrnar.
Reykjarfjarðarjökull – Flogið var í Reykjarfjörð og
unnið við frágang á húsum. Gengið var fram að jökli
og mælt á sunnudeginum og svo áleiðis yfir jökul nið-
ur í Kaldalón á gönguskíðum. Samkvæmt mælingum
hefur jökullinn hopað um ríflega 40 m.
Leirufjarðarjökull – Ekki var farið til mælinga á
Leirufjarðarjökli þetta haustið.
Norðurlandsjöklar
Bægisárjökull – Ekki reyndist unnt að mæla Bægisár-
jökul að þessu sinni.
Búrfellsjökull – Búrfellsjökull var hulinn snjó og ekki
reyndist unnt að staðsetja sporðinn.
Deildardalsjökull – Ógerlegt reyndist að mæla sporð
Deildardalsjökuls vegna snjóalaga.
Gljúfurárjökull – Sporðurinn var mældur samhliða
göngum í Sveinsstaðarétt eins og oft áður. Erfitt var
að meta hvar ísröndin liggur undir vetrarfönninni, en
niðurstaðan sú að jökullinn hefur staðið í stað.
Grímslandsjökull – Farið var inn í Flateyjardal um
miðjan september, en vegna þess að snjór hylur sporð-
inn náðist engin mæling.
Tungnahryggsjökull – Þórhildur Halla Jónsdóttir og
fylgdarmenn mældu sporð Tungnahryggsjökuls þetta
haustið og heldur hann áfram að hopa.
Þórhildur Halla við sporðamælingar á Tungnahryggs-
jökli. – Þórhildur Halla Jónsdóttir measuring the
terminus of Tungnahryggsjökull. Ljósm./Photo:
Ágúst Þór Gunnlaugsson, 26. september, 2020.
Langjökull
Kirkjujökull – Það vakti athygli mælingamanna að það
virðist sem jökulsporðurinn hafi lækkað nokkuð. Á
flatlendinu framan jökuls stendur nú upp úr um 50 cm
hár hryggur sem er um 4–500 m langur. Jökullinn
heldur áfram að hörfa með svipuðum hraða og undan-
farin ár.
Geitlandsjökull – Fjarlægðarmælir er notaður til þess
að meta breytingar á stöðu Geitlandsjökuls sem held-
ur uppteknum hætti og hörfar um nokkra tugi metra
milli ára. Bjarki Kristinsson segir að mikil drulla sé
nú framan jökulsins og ekki hægt að komast að jaðr-
inum fótgangandi.
116 JÖKULL No. 71, 2021