Jökull - 01.01.2021, Page 119
Jöklabreytingar 2019–2020
Vestari Hagafellsjökull hefur hörfað um 1 km á síðastliðnum 15 árum. Í kringum 1950 lá jökullinn nálægt brún,
sem reyndar er mosavaxið hraun, sem komið hefur undan jöklinum. Ystu jökulgarðar myndaðir undir lok 19.
aldar eru sunnan við árfarveginn hægra megin á myndinni og hefur jökullinn hörfað um rúma 4 km frá þessari
mestu útbreiðslu á Litlu ísöld. Jökulkembur eru vel varðveittar á svæðinu sunnan jökuls og teikna upp skrið-
stefnu hans. Klakkur rís upp við vesturjaðar jökulsins og er ekki lengur jökulsker. Hagafellið fyrir miðri mynd
skilur að Hagafellsjöklana tvo. – Western Hagafellsjökull has retreated approximately 1 km during the last 15
years. Around 1950 the glacier margin was close to the moss-covered lava, that emerged from the retreating
glacier front. The outermost glacier moraines from the end of the 19th century are south of the river channel
to the right on the photo, and the glacier has retreated approximately 4 km since the Little Ice Age maximum.
Glacier flutes are well preserved in the foreland and delineate the flow direction of the glacier. The ex-nuntak
Klakkur rises at the western margin of the glacier. Hagafell divides the two Hagafellsjökull outlet glaciers.
Ljósm./Photo: Einar Ragnar Sigurðsson, 18. október, 2020.
Leifur Jónsson og Ríkarður Már Pétursson ræða málin framan við Nauthagajökul. Leifur hefur mælt sporða
Nauthagajökuls og Múlajökuls síðan 1981. – Leifur Jónsson and Ríkarður Már Pétursson in front of Nauta-
hagajökull. Ljósm./Photo: Skúli K. Skúlason, 28. september, 2020.
Hagafellsjöklar – Mælilínan við Eystri-Hagafellsjök-
ul er við tungu sem nær mislangt fram, sem gæti út-
skýrt fremur lítið hop upp á tæpa 40 m, miðað við
síðustu 10 ár, en jökullinn hefur hopað að minnsta
kosti 100 m undanfarin ár. Einar Ragnar og Gunnar
Sigurðssynir geta nú fylgst enn betur með breytingum
á jökuljaðrinum með yfirlitsmyndum úr dróna.
Jökulkrókur/Króksjökull – Mælingamennirnir þau
Kristjana og Jón leggja á sig umtalsverða göngu til
þess að komast að sporðinum, margar straumþungar
JÖKULL No. 71, 2021 117