Jökull - 01.01.2021, Qupperneq 121
Jöklabreytingar 2019–2020
Sporður Falljökuls og göngubrúin hægra megin. – The terminus of Falljökull and the hiking bridge on the right.
Ljósm./Photo: Svava Björk Þorláksdóttir, 30. desember, 2020.
Hrútárjökull – Hrútárjökull gengur lítillega fram.
Búið er að yfirfara og uppfæra mælingar síðustu
tveggja áratuga, sjá töflu.
Fjallsjökull – Hörfun mælist á tveimur af þremur
mælilínum Fjallsjökuls. Búið er að uppfæra og yfir-
fara mælingar síðustu tveggja áratuga, sjá töflu.
Vatnajökull
Breiðamerkurjökull – Snævarr Guðmundsson hefur
dregið upp stöðu Breiðamerkurjökuls af Landsat 8
gervitunglamyndum. Mesta hörfun er við austanverð-
an jökulinn á mælilínu sem kennd er við Fell eða
tæplega 200 m. Nú hafa upplýsingar um breytingar á
stöðu jökulsins á síðastliðnum tveimur áratugum ver-
ið yfirfarnar og uppfærðar, sjá töflu.
Brókarjökull – Örlítill framgangur mældist á Brókar-
jökli samkvæmt athugun Bergs Pálssonar.
Heinabergsjökull – Nemendur við Framhaldsskóla
Austur-Skaftafellssýslu fóru til mælinga í fylgd Hjör-
dísar Skírnisdóttur og Snævarrs Guðmundssonar. Jök-
ullinn er flatur og liggur út í lónið og lögun sporðsins
farin að breytast mikið, en hann er farinn að mjókka
og mælt er á annan punkt en áður.
Fláajökull – Hörfun Fláajökuls er mikil á vestari
mælilínunni, rúmlega 100 m. Sporðurinn er mældur
með fjarlægðarkíki og telur Bergur Pálsson að mæling
á austari línunni sé ónákvæm, en hún gaf ekki nema
5 m hop.
Lambatungnajökull – Gengið meðfram jökuljaðrinum
með GPS-tæki.
Rjúpnabrekkujökull – Smári Sigurðsson komst ekki til
mælinga að þessu sinni.
Kverkjökull – Landverðir í Kverkfjöllum eru búnir að
staðsetja mælilínu við Kverkjökul.
Nemendur við Framhaldsskóla Austur-Skaftafells-
sýslu ásamt Eyjólfi Guðmundssyni, Hjördísi Skírnis-
dóttur og Snævarri Guðmundssyni. – Students at the
Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu together with
Eyjólfur Guðmundsson, Hjördís Skírnisdóttir and
Snævarr Guðmunsson. Ljósm./Photo: Jón Bjarnason,
21. október, 2020.
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2017 and 2017–2018
The Icelandic Glaciological Society received re-
ports from approximately 40 measurement sites about
glacier front variations in the autumn of 2020. Glacier
retreat was observed at 80% of the sites, and the
maximum retreat was approximately 200 m on east-
ern Breiðamerkurjökull and Síðujökull. Slight ad-
vances where reported from outlet glaciers of south-
ern Vatnajökull. As in recent years, proglacial lakes
make terminus measurements rather difficult at many
locations, and the precision of the estimated frontal
change on flat lobes, where icebergs are breaking off
into the lakes, may be poor.
JÖKULL No. 71, 2021 119