Jökull


Jökull - 01.01.2021, Side 125

Jökull - 01.01.2021, Side 125
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum – frumkvöðlastarf Steinþórs Sigurðssonar Einar B. Pálsson† https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.123 Einar B. Pálsson (1912–2011) verkfræðingur og prófessor tók þátt í jöklarannsóknum á fimmta áratug 20. aldar með Steinþóri Sigurðssyni, Jóni Eyþórssyni og fleirum. Á þessum árum voru vísindarannsóknir á nú- tímavísu að hefjast hér á landi. Búnaður var frumstæður og innviðir eða stofanir til að standa að rannsóknum á náttúru Íslands vart fyrir hendi. Í þessum jöklarannsóknum tókst samstarf vísindamanna og áhugamanna, einkum skíðamanna. Það samstarf hefur haldið áfram allt fram á þennan dag í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Efirfarandi frásögn var skráð eftir viðtölum við Einar veturinn 2000–2001. Fyrstu skipulögðu og markvissu rannsóknirnar á ís- lenskum jöklum fóru fram þegar Hans Ahlmann og Jón Eyþórsson stóðu fyrir Sænsk-Íslenska leiðangrin- um á Vatnajökul 1936. Nokkrir Svíar og Íslendingar tóku þátt, þar á meðal Sigurður Þórarinsson og Jón frá Laug, bæði lærdómsmenn og sportmenn. Tilgang- urinn var að mæla ákomuna á jöklinum, en auk vís- indalegra niðurstaðna fengu leiðangursmenn reynslu af því að búa á jöklinum og sérstaklega af því, hvað Vatnajökull er erfiður viðfangs. Þeir fengu sig nánast fullsadda í þeirri ferð. Hún var mikið líkamlegt erfiði og listin að lifa af á jöklinum var ekki auðveld. Eftir þetta var lítið farið á Vatnajökul í allmörg ár og lít- ið á aðra jökla til þess að rannsaka. Jón Eyþórsson var veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í hjáverkum hélt hann áfram jöklarannsóknum, en þær voru á þessum tíma fólgnar í því að mæla stöðu skriðjökulsporða. Ég kynntist þessum mælingum dálítið því ég var tvisvar með Jóni í ferðum uppi á Kili við mælingar. Þetta var 1939 og 1941 og við mældum skriðjöklana, sem koma úr Hrútfelli og úr Hofsjökli við Blágnýpu. Þetta gerði Jón í mörg ár og safnaði þannig merkum upplýsing- um. Hann lét einnig heimamenn mæla fyrir sig norður á Hornströndum og víða um land. Á þessum árum var það helst Guðmundur frá Miðdal, sem gerði sér ferð- ir á jökla, en hann hafði lært fjallasport í Ölpunum, þegar hann var við listnám í München. Honum þótti gaman að vera uppi á jöklum og er einn af þeim fyrstu, sem nýtur þess að vera í þeirri stórfenglegu, sérstöku veröld, sem tilheyrir stóru íslensku jöklunum. Flestir, sem fyrr á öldinni gengu á jökla, voru sportmenn, sem höfðu það markmið að komast á hæsta tindinn. Ég fór slíka ferð á Snæfellsjökul sumarið 1927 með Ósvaldi Knudsen. Þetta þóttu svo mikil tíðindi á Snæfellsnesi, að dagblaðið Tíminn í Reykjavík birti sérstaka frétt um ferðina frá frétta- manni sínum á Snæfellsnesi. Einar B. Pálsson, t.v. og Steinþór Sigurðsson t.h. Steinþóri Sigurðssyni kynntist ég þegar við lent- um í því að undirbúa skíðamót veturinn 1937 og 1938 og urðu miklir félagar. Hann var eðlisfræðingur og stjörnufræðingur að mennt. Þegar við kynntumst var Steinþór menntaskólakennari en tók við starfi fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins 1939. Steinþór tók brátt til við að gera áætlun um yfirlitsrannsókn á náttúru Íslands, svo að heildarsýn fengist yfir jarð- fræði, gróður og dýralíf landsins, efni þess og orku. JÖKULL No. 71, 2021 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.