Jökull - 01.01.2021, Side 125
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum –
frumkvöðlastarf Steinþórs Sigurðssonar
Einar B. Pálsson†
https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.123
Einar B. Pálsson (1912–2011) verkfræðingur og prófessor tók þátt í jöklarannsóknum á fimmta áratug 20.
aldar með Steinþóri Sigurðssyni, Jóni Eyþórssyni og fleirum. Á þessum árum voru vísindarannsóknir á nú-
tímavísu að hefjast hér á landi. Búnaður var frumstæður og innviðir eða stofanir til að standa að rannsóknum
á náttúru Íslands vart fyrir hendi. Í þessum jöklarannsóknum tókst samstarf vísindamanna og áhugamanna,
einkum skíðamanna. Það samstarf hefur haldið áfram allt fram á þennan dag í Jöklarannsóknafélagi Íslands.
Efirfarandi frásögn var skráð eftir viðtölum við Einar veturinn 2000–2001.
Fyrstu skipulögðu og markvissu rannsóknirnar á ís-
lenskum jöklum fóru fram þegar Hans Ahlmann og
Jón Eyþórsson stóðu fyrir Sænsk-Íslenska leiðangrin-
um á Vatnajökul 1936. Nokkrir Svíar og Íslendingar
tóku þátt, þar á meðal Sigurður Þórarinsson og Jón
frá Laug, bæði lærdómsmenn og sportmenn. Tilgang-
urinn var að mæla ákomuna á jöklinum, en auk vís-
indalegra niðurstaðna fengu leiðangursmenn reynslu
af því að búa á jöklinum og sérstaklega af því, hvað
Vatnajökull er erfiður viðfangs. Þeir fengu sig nánast
fullsadda í þeirri ferð. Hún var mikið líkamlegt erfiði
og listin að lifa af á jöklinum var ekki auðveld. Eftir
þetta var lítið farið á Vatnajökul í allmörg ár og lít-
ið á aðra jökla til þess að rannsaka. Jón Eyþórsson
var veðurfræðingur á Veðurstofunni. Í hjáverkum hélt
hann áfram jöklarannsóknum, en þær voru á þessum
tíma fólgnar í því að mæla stöðu skriðjökulsporða. Ég
kynntist þessum mælingum dálítið því ég var tvisvar
með Jóni í ferðum uppi á Kili við mælingar. Þetta var
1939 og 1941 og við mældum skriðjöklana, sem koma
úr Hrútfelli og úr Hofsjökli við Blágnýpu. Þetta gerði
Jón í mörg ár og safnaði þannig merkum upplýsing-
um. Hann lét einnig heimamenn mæla fyrir sig norður
á Hornströndum og víða um land. Á þessum árum var
það helst Guðmundur frá Miðdal, sem gerði sér ferð-
ir á jökla, en hann hafði lært fjallasport í Ölpunum,
þegar hann var við listnám í München. Honum þótti
gaman að vera uppi á jöklum og er einn af þeim fyrstu,
sem nýtur þess að vera í þeirri stórfenglegu, sérstöku
veröld, sem tilheyrir stóru íslensku jöklunum.
Flestir, sem fyrr á öldinni gengu á jökla, voru
sportmenn, sem höfðu það markmið að komast á
hæsta tindinn. Ég fór slíka ferð á Snæfellsjökul
sumarið 1927 með Ósvaldi Knudsen. Þetta þóttu svo
mikil tíðindi á Snæfellsnesi, að dagblaðið Tíminn í
Reykjavík birti sérstaka frétt um ferðina frá frétta-
manni sínum á Snæfellsnesi.
Einar B. Pálsson, t.v. og Steinþór Sigurðsson t.h.
Steinþóri Sigurðssyni kynntist ég þegar við lent-
um í því að undirbúa skíðamót veturinn 1937 og 1938
og urðu miklir félagar. Hann var eðlisfræðingur og
stjörnufræðingur að mennt. Þegar við kynntumst var
Steinþór menntaskólakennari en tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins 1939. Steinþór
tók brátt til við að gera áætlun um yfirlitsrannsókn á
náttúru Íslands, svo að heildarsýn fengist yfir jarð-
fræði, gróður og dýralíf landsins, efni þess og orku.
JÖKULL No. 71, 2021 123