Jökull


Jökull - 01.01.2021, Page 129

Jökull - 01.01.2021, Page 129
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum Einar B. Pálsson í skíðaferð 1936. – Einar B. Páls- son on a skiing trip in 1936. Ljósm./Photo. Óþekkt- ur./Unknown. Rannsóknir á Mýrdalsjökli 1943–1944 Á heimleiðinni frá Grímsvötnum var farið yfir Mýr- dalssand. Glaða sólskin var, og glampaði af snjóhvítri bungu Mýrdalsjökuls beint framundan. Þá er það, að einhver okkar segir: „Þangað þarf að fara næst“. Og næsta verkefni var Mýrdalsjökull. Þangað fórum við næsta sumar, í júlí 1943. Þar vorum við á kunnari slóðum, því að við vorum áður búnir að vera á skíð- um á Fimmvörðuhálsi í páskaferðum og liggja bæði í tjaldi og snjóhúsi í þeim hásal vinda. Það var reynsla okkar, að ef menn ætla sér að fara á jökul á skíðum, draga sleða, gista á jöklinum og að auki vinna þar eitthvert verk, þá er ráðlegt að vera ekki færri en fjórir saman. Það stóðst rækilega í ferðinni á Mýrdalsjökul í júlí 1943. Við vorum fjórir, auk okkar Steinþórs voru Jón Eyþórsson og Leó Eggertsson, fé- lagi minn úr Skíðadeild KR, duglegur skíða– og ferða- maður. Þetta var á styrjaldarárunum. Enginn okkar réð yf- ir bíl og við fórum með allan farangurinn í áætlunar- bíl austur að Ytri–Skógum og gistum þar. Næsta dag lögðum við í fjallgönguna. Við höfðum fjóra hesta frá Skógum undir skíðum, sleða og farangri upp að jökli og mann með til þess að fara með hestana til baka. Bílar, sem gátu ekið utan vega, voru þá ekki komnir til landsins, nema bílar setuliðsins. Leið okkar lá upp Skógaheiði, þangað sem Mýrdalsjökull liggur fram á Fimmvörðuháls austanverðan. Við fórum með hest- ana spölkorn austur á jökulinn, tókum ofan klyfjarnar, settum saman sleðann og sendum hestana til byggða. Svo stigum við á skíðin, drógum sleðann með 200 kg farangri og stefndum í austurátt upp eftir víðum jökul- hrygg, sem gengur vestur úr vestustu bungu Mýrdals- jökuls. Við komum á stað, þar sem sá niður í Goða- land til norðvesturs en til draga Sólheimajökuls í suð- austri. Þar ákváðum við að tjalda og ganga á bunguna næsta dag. Ekki gekk það nú eftir. Við áttum góða nótt á snjónum og næsta dag vorum við fljótir að gera klárt og komast af stað á skíðunum með sleðann í eftir- dragi. Veður var allsæmilegt, þótt smávegis væta væri í lofti. En þegar við höfðum gengið fáeina kílómetra í austurátt í rótum jökulbungunnar, var sem hvellur yrði í lofti. Á okkur brast á einni svipstund slíkur storm- ur, að við fengum ekki við neitt ráðið nema að halda saman dóti okkar og okkur sjálfum. Við gripum skófl- ur og hófum strax að grafa okkur holu í snjóinn. Ekki var unnt að hlaða skjólvegg því að snjór, sem losnaði fauk jafnharðan brott. Hiti var um frostmark. Ekki lægði storminn um daginn og við héldum áfram að grafa langt fram á kvöld. Þá vorum við loks búnir að grafa gryfju, fjögurra metra djúpa, og stigaþrep niður í hana, en lárétt út frá „stigahúsinu“ var grafið út manngengt „herbergi“, fjórir fermetrar að flatarmáli undir hvelfdu lofti, sem ekki átti að geta hrunið yfir okkur. Þetta var mikið og erfitt verk, því að öllum snjónum þurfti að lyfta eða henda upp á yfirborð jökulsins, þar sem vindurinn tók svo við honum. JÖKULL No. 71, 2021 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.