Jökull - 01.01.2021, Síða 135
Jöklarannsóknir á Íslandi á fimmta áratugnum
Kort Steinþórs af Mýr-
dalsjökli. – The map of
Mýrdalsjökull made by
Steinþór Sigurðsson in
1945. (Jón Eyþórsson,
1945).
stundum víkkað hún úr 5 mm í 24 mm eða um 11 mm
á sólarhing. Þetta var nú efsta sýnilega sprungan á
yfirborði í rótum Kötlujökuls.
Við mældum einnig bráðnunina á yfirborði jökuls-
ins við tjaldstað okkar. Á rúmum átta sólarhringum
var leysingin 38,7 cm, sem samsvarar 4,8 cm á sólar-
hring eða 150 cm á mánuði. Þá mældum við vatns-
gildi snævarins í jöklinum, þ.e. hvað tiltekið rúmmál
af snjó verður að miklu rúmmál af vatni þegar snjór-
inn bráðnar. Þetta var mælt í 6 sýnum, mismunandi
djúpt í stóru gryfjunni í sprunguveggnum, sem fyrr er
getið. Áberandi er, hvað vatnsgildið er lítt breytilegt
í efstu fjórum metrum jökulsins sem athugaðir voru,
og að hin mörgu þunnu íslög í snjónum virðast valda
því. Mæld vatnsgildi voru milli 59% og 67%. Þetta
voru nokkru hærri vatnsgildi en mæld voru á Vatna-
jökli 1936.
Síðustu þrjá dagana á Mýrdalsjökli notuðum við
fjórir til þess að merkja og mæla tvær langar línur á
jökulyfirborði Kötlusvæðisins. Þær voru merktar með
rauðum og bláum anilínlit til skiptis, til þess að hægt
væri að greina þær í fjarska með kíki. Steinþór mældi
svo legu og hæð varðanna, svo að fella mætti þær inn í
mælingakerfi hans á hájöklinum. Ef mælt yrði síðar á
þessum slóðum, gætu breytingar á hæð jökulsins kom-
ið í ljós. En það kynni að verða vandasöm mæling.
Eftir 10 daga vist á jöklinum snérum við heim á
leið á skíðunum og með sleðann á eftir okkur. Áður
en turninn hvarf úr augsýn, stöldruðum við um stund
og litum til baka. Þarna stóð hann einmana, eins kon-
ar öfugmæli í hinni drifhvítu, sléttfeldu jökulveröld.
Hvað skildi verða um hann? Við hugðumst koma aft-
ur næsta sumar og mæla jökulyfirborðið á ný.
Sumarið 1944 var heimsstyrjöld í hámarki og mik-
il umferð herflugvéla, en íslensk flugútgerð á byrjun-
arstigi. Við reyndum að fá flugmenn til þess að svipast
um eftir turni okkar á ferðum sínum. Ég hygg að við
höfum einu sinni eða tvisvar frétt, að hann hafi sést,
en annars að flugmaður hafi ekki komið auga á hann,
sem gat reyndar þýtt hvað sem var um tilvist turnsins.
Við gáfum vonina um turninn upp á bátinn. Eftir á að
hyggja finnst mér líklegast, að stögin hafi ekki þolað
ísinguna á Mýrdalsjökli. Samkvæmt reynslu síðari ára
er ísinga á jöklum áberandi mikil í námunda við sjó.1
Með vélsleða á Vatnajökul 1946
Svo fór að við komumst ekki á Mýrdalsjökul sumar-
ið 1945. Steinþór var önnum kafinn við önnur rann-
1Einnig er hægt að lesa um þessar rannsóknir í grein Jóns Eyþórssonar í Náttúrufræðingnum 1945.
JÖKULL No. 71, 2021 133