Jökull


Jökull - 01.01.2021, Page 141

Jökull - 01.01.2021, Page 141
Eysteinn Tryggvason 1924–2021 Minning https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.139 Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur lést 11. jan- úar 2021, í hárri elli. Hann fæddist á Litlulaugum í Reykjadal 19. júlí 1924 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hans voru Tryggvi Sigtryggs- son og Unnur Sigurjónsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og fór til náms í veðurfræði og skyldum greinum við Oslóarháskóla 1946. Þaðan lauk hann cand. real. prófi 1951. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að starfa við veður- fræði, því að námi loknu varð það verkefni hans að sjá um jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands. Það olli straumhvörfum á ferli hans að ráðning hans á Veður- stofunni dróst um hálft ár vegna kröftugra mótmæla Bandarískra stjórnvalda að hann fengi að starfa við veðurfræði á Keflavíkurflugvelli. Á þessum tíma var Veðurstofan að taka yfir veðurfræðilega þjónustu við millilandaflug frá Keflavík. Hann varð deildarstjóri jarðeðlisfræðideildar VÍ 1952–1962 og sá m.a. um bókasafn stofnunarinnar. Á þessum árum urðu nokk- ur þáttaskil í starfinu, mælitæknin tók framförum og Veðurstofan tók upp nokkur samvinnuverkefni við er- lendar stofnanir, meðal annars við Háskólann í Upp- sölum. Þetta varð til þess að Eysteinn fór þangað til framhaldsnáms í jarðeðlisfræði. Eysteinn lauk þar fil. lic.-gráðu 1961. Að námi loknu fluttist hann til Okla- homa og gerðist prófessor í jarðeðlisfræði við Háskól- ann í Tulsa. Þar starfaði hann í 13 ár við kennslu og rannsóknir. Ísland togaði þó alltaf í hann, og talsverð- ur hluti rannsókna hans beindist að ferlum í jarðskorp- unni hér á landi. Þegar svo starfsemi á þessu sviði við Háskóla Íslands óx fiskur um hrygg, sótti hann um dósentsstöðu og starfaði við Verkfræði- og raunvís- indadeild 1975–1977. Þá var starfsemi Norrænu eld- fjallastöðvarinnar komin á fastan grundvöll, og færði Eysteinn sig yfir á þá stofnun. Þar var hann sérfræð- ingur í jarðeðlisfræði þar til hann fór á eftirlaun 1994. Eysteinn var mikill fjölskyldumaður. Kona hans var Guðný Jónsdóttir (1929–2013), ljósmóðir og verslunarmaður, og áttu þau þrjú börn, Þröst, Kristinn og Guðrúnu. Afkomendurnir eru orðnir níu. Eftir starfslokin flutti Eysteinn á æskuslóðir á Húsavík og sinnti þar hugðarefnum sínum, sérstak- lega skógrækt, til æviloka. Hann var þar einnig virkur í félagsmálum, var m.a. umdæmisstjóri Rótarýhreyf- ingarinnar á Íslandi um skeið. Rannsóknaferill Eysteinn var ötull og afkastamikill vísindamaður all- an sinn starfsferil. Eftir hann liggja fjölmargar grein- ar í virtustu vísindatímaritum. Hann lagði sig líka fram um að miðla niðurstöðunum til almennings með greinum í blöð og tímarit. Hann tók viðfangsefni sín alltaf föstum tökum og var bæði hugmyndaríkur, vinnusamur og nákvæmur í vinnubrögðum. Hann var áræðinn í túlkun sinni á mælinganiðurstöðum, stund- um svo að öðrum var um og ó. Þar hafði hann samt oftar en ekki rétt fyrir sér og naut þá innsæis síns, um- fangsmikillar þekkingar og skarps skilnings. Hann var brautryðjandi á furðulega mörgum sviðum jarðeðlis- fræðinnar, stundum jafnvel svolítið á undan sinni sam- tíð. Í stuttu máli má nefna notkun á yfirborðsbylgj- um til að ákvarða eiginleika og þykkt jarðskorpunn- ar, mælingar á seinkun P-bylgja undir Íslandi, sem nú á dögum er kennd við möttulstrók undir landinu, og notkun á hallamælingum til að fylgjast með ástandi virkra eldstöðva. Enn eru gerðar reglubundnar mæl- inga á sumum mælistöðunum sem Eysteinn setti upp fyrir meira en hálfri öld. Það var gæfa Norrænu eld- fjallastöðvarinnar og arftaka hennar, Jarðvísindastofn- unar Háskólans, að fá Eystein til starfa á upphafsárum sínum, fyrstan jarðeðlisfræðinga. Rannsóknarsviðið sem hann lagði grunn að hefur blómstrað og borið ríkulegan ávöxt. JÖKULL No. 71, 2021 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.