Jökull - 01.01.2021, Page 145
Eysteinn við gosstöðvar Kröflugossins í mars 1980. Aftan á vélsleðanum má sjá geodimeter sem notaður var
til fjarlægðarmælinga. Þeir Halldór Ólafsson voru við fjarlægðarmælingar í Gjástykki þegar gos hófst. Litlu
munaði að þetta yrði síðasta mynd sem tekin yrði af Eysteini, því hraun flæddi yfir slóð þeirra félaga nokkrum
mínútum síðar. Ljósmynd: Halldór Ólafsson.
mælt nákvæmlega með míkrómetraskrúfum. Dósun-
um var komið fyrir í þremur hornum stöðvarhússins
og lesið af mæliskrúfunum tvisvar á dag, kvölds og
morgna. Þannig mátti finna hallabreytingar stöðvar-
hússins með talsverðri nákvæmni. Samtúlkun allra
mælinga á svæðinu benti til þess að atburðarásinni
væri stýrt af þrýstingi í kvikuhólfi á um það bil þriggja
kílómetra dýpi undir miðri öskju Kröflueldstöðvar-
innar. Hallamælirinn í stöðvarhúsinu gaf þá daglega
vísbendingu um gang umbrotanna. Aukinn þrýsting-
ur í kvikuhólfinu lyfti upp norðurenda stöðvarhússins
miðað við suðurendann, og var sú hreyfing vel mæl-
anleg með tækjum Eysteins. Vatnshallamælirinn var
notaður allan tímann sem umbrotin stóðu yfir og er sú
mæliröð nú ein af þeim merkilegustu í eldfjallafræð-
inni og hefur birst í mörgum vísindagreinum í ýmsum
útfærslum.
Hér hefur einungis verið stiklað á stóru í rann-
sóknaferli Eysteins. Ritalisti hans er langur og þar má
finna greinar um fjölbreytileg rannsóknarefni til við-
bótar, s.s. jökla, árstíðabundnar jarðskorpuhreyfingar
undir Mýrdalsjökli, djúpa skjálfta undir Bucaramanga
í Kólumbíu, deyfingu skjálftabylgna frá sprenging-
um, vesturferðir Þingeyinga, ábúendaskrá Reykdæla
og loftslagsbreytingar. Allar bera þessar ritsmíðar vott
um nákvæmni, natni, vinnusemi og hugmyndaauðgi
sem einkenndi allan starfsferil Eysteins Tryggvasonar.
Páll Einarsson
JÖKULL No. 71, 2021 143