Jökull - 01.01.2021, Page 150
Nýverið tókst að staðsetja myndatökustað norðaustan Heinabergsjökuls þaðan sem danskir landmælingamenn
tóku myndir í tengslum við kortlagningarvinnu sína í upphafi síðustu aldar. Horft er yfir Vatnsdal á jökulstíflað
lónið sem var mun stærra í kringum aldarmótin 1900. Út frá jaðarurðum og jökulgörðum (frá hámarki litlu
ísaldar) í nágrenni Vatnsdalslóns hefur verið áætlað að Heinabergsjökull hafi verið um 150–200 m þykkari
þar sem ísstraumarnir koma niður sitt hvoru megin við Litla-Hafrafell. Á eldri myndinni sést vel hversu hátt
jökulyfirborðið hefur verið í kringum þar síðustu aldamót. Myndina tók Daniel Bruun, 13. ágúst 1903. Neðri
myndina tók Hrafnhildur Hannesdóttir 1. september 2021. Á henni má sjá Snjófjall (með lítinn skálarjökul) og
Litla-Hafrafell (sunnar) sem eru umkringd ísstraumum Heinabergsjökuls. Hafrafellið var áður fyrr innilokað
þegar Heinabergsjökull og Skálafellsjökull náðu saman á láglendi. Birnudalstindur er hæsti tindurinn sem ber
við himininn. – A number of photographs are preserved from the time of the surveys of the Danish General
Staff in 1902–1904. Recently, the site, northeast of the Heinabergsjökull outlet, photographed by Daniel Bruun,
August 13, 1903, was revisited. The older photograph shows the elevation of the glacier surface and the extent
of the glacier-dammed lagoon in the Vatnsdalur valley. Based on mapping of lateral moraines and trimlines
it has been estimated that Heinabergsjökull was approximately 150–200 m thicker where the ice-streams
converged around Mt. Litla-Hafrafell, at the peak of the Little Ice Age. The lower photograph was taken by
Hrafnhildur Hannesdóttir on September 1, 2021. Mt. Snjófjall (with a small cirque glacier) and Litla-Hafrafell
are surrounded by the Heinabergsjökull ice-streams. Mt. Hafrafell was surrounded by the Heinabergsjökull
and Skálafellsjökull outlets when they merged on the lowland. Birnudalstindur is the highest peak on the
photograph.
Hrafnhildur Hannesdóttir
148 JÖKULL No. 71, 2021