Jökull - 01.01.2021, Page 152
Magnús Tumi Guðmundsson
Hreppstjórinn (Guðmundur Jónasson, 1909–1985), húsbóndinn (Jón Eyþórsson, 1895–1968) og kapelláninn
(Sigurður Þórarinsson, 1912–1983) í jöklaferðum. Myndin af Jóni er tekinn í suðausturhorni Grímsvatnaskála,
sennilega í honum nýreistum vorið 1957. Ljósm:/Photos. GJ: óþekktur, JE: Árni Kjartansson, SÞ: Hjálmar R.
Bárðarson). – Guðmundur Jónasson, Jón Eyþórsson and Sigurður Þórarinsson, three prominent leaders in the
Society in the first 20–30 years.
Hulda Filippusdóttir og Ingibjörg Árnadóttir í
vorferðinni 1956. Þær eru í dag heiðursfélagar
JÖRFÍ. Ljósm:/Photo. Árni Kjartansson. – From
the 1956 spring expedition. Both Hulda and Ingi-
björg are now honorary members of the Society.
1952. Hefur félagið æ síðan átt farartæki til jökla-
ferða. Undanfarna rúma tvo áratugi hefur félagið átt
öflugan pallbíl á stórum dekkjum og hefur hann nýst
mjög vel. Árið 1999 gaf það síðasta snjóbílinn, sem
einnig hét Jökull I en var af Bombardier gerð, til
nýstofnað jöklasafns á Höfn í Hornafirði. Á 7. og
8. áratugnum átti félagið einnig Dodge Weapon bíl,
Jöklarauð, sem nýttur var til ferðalaga að og frá jökli.
Haustið 1950 fundu Guðmundur Jónasson og Eg-
ill Kristbjörnsson Hófsvað yfir Tungnaá. Upp úr því
breyttust viðhorf um hvernig væri heppilegast fyrir
leiðangra að komast á Vatnajökul. Norðan Hófsvaðs
liggur leiðin inn að Tungnaárjökli að mestu um greið-
færa sanda. Fyrsta vorferðin fór þá leið snemmsumars
150 JÖKULL No. 71, 2021