Jökull - 01.01.2021, Page 153
Jöklarannsóknafélag Íslands í sjötíu ár
Flugmynd af skálanum í Jökulheimum í byggingu í júní 1955. Ljósm. óþekktur. Innfellda myndin er tek-
in nokkrum dögum fyrr. Ljósm:/Photo. Árni Kjartansson. – The hut in Jökulheimar by the western edge of
Vatnajökull in construction in June 1955.
árið 1953. Þá tóku sig saman nokkrir skíða- og fjalla-
menn undir forystu Árna Kjartanssonar og höfðu sam-
band við Guðmund Jónasson fjallabílstjóra og Sig-
urð Þórarinsson jarðfræðing. Níu manna hópur fór á
Gusa, snjóbíl Guðmundar og heppnaðist ferðin mjög
vel (Sigurður Þórarinsson, 1953). Hafa vorferðir ver-
ið farnar alla tíð síðan, yfirleitt í lok maí eða byrjun
júní. Sumarið 1955 reisti félagið skála í Jökulheim-
um og tveimur árum síðar annan á Eystri Svíahnjúk á
Grímsfjalli. Á þessum fyrsta áratug félagsins (1951–
1960) urðu til þær meginhefðir sem hafa mótað það æ
síðan. Árleg vorferð á Vatnajökul þar sem unnið er að
margháttuðum rannsóknum, ferðir í Jökulheima, út-
gáfa Jökuls og félagsstarf yfir veturinn í Reykjavík.
Gegnum árin hefur félagið átt sér bakhjarla.
Fyrstu árin fengust oft fjárveitingar frá Alþingi til
stuðnings einstökum verkefnum. Á löngu árabili naut
útgáfa Jökuls nokkurs styrks úr ríkissjóði. Landsvirkj-
un og Vegagerðin hafa stutt við félagið um áratugi,
enda skiptir staðgóð þekking á jöklunum og hættum
sem frá þeim stafa miklu máli fyrir báða aðila. Fé-
lagið á nú einnig í samstarfi við Neyðarlínuna um að-
stöðu fyrir fjarskipti á Vatnajökli. Samstarf við þessa
aðila hefur verið farsælt og félaginu til hagsbóta.
Rannsóknir og mælingar
Allt frá upphafi hafa áherslur félagsins verið á rann-
sóknir og aðstöðu til rannsókna. Þar eru tvö svið
sem hafa verið fyrirferðamest. Annað eru margskon-
ar rannsóknir á Vatnajökli, með verulegri áherslu á
Grímsvötn, og hitt eru mælingar á legu jökulsporða
um allt land.
Í hinum árlegu vorferðum hafa í hópnum verið
sjálfboðaliðar og vísindafólk. Fram undir 1980 var
JÖKULL No. 71, 2021 151