Jökull - 01.01.2021, Page 155
Jöklarannsóknafélag Íslands í sjötíu ár
Úr vorferð 1968, síðustu ferðinni þar sem fara þurfti yfir Tungnaá á Hófsvaði. Áin var svo mikil að hópurinn
varð að bíða á annan sólarhring áður en fært var yfir. Fremst til vinstri er Sigurður Þórarinsson að taka mynd. –
The large river Tungnaá had to be crossed at a ford in the 1950s and 1960s. The photo shows the last crossing
by a spring expedition in 1968. The man taking a photo is Sigurður Þórarinsson. Ljósm:/Photo. Hjálmar R.
Bárðarson.
vísindagreinar. Flestar heimildirnar eru úr tímarit-
inu Jökli og ættu því að vera aðgengilegar þeim sem
áhuga hafa.
Fyrstu 20 árin byggðist upp þekking og skilning-
ur á Grímsvötnum, hvernig íshellan reis jafnt og þétt
milli hlaupa og seig síðan í jökulhlaupum. Mæl-
ingar í vorferðum hafa veitt mikilvægar upplýsingar
um afkomu Vatnajökuls. Nákvæm yfirborðssnið eft-
ir völdum línum voru landmæld á Tungnaárjökli og
milli Grímsvatna og Kverkfjalla á 7. og 8. áratugn-
um. Þyngdarmælingum var beitt á Vatnajökli 1964
til að meta ísþykkt. Mælingar á hita í hjarninu vor-
ið og haustið 1960 staðfestu að Vatnajökull var þíð-
jökull (Sigurjón Rist, 1960). Borunin sumarið 1972
var ákaflega merkilegt framtak, þegar 415 m lang-
ur ískjarni náðist úr suðurhlíðum Bárðarbungu (Páll
Theodórsson 2001). Hann mun enn þann dag í dag
vera lengsti ískjarni sem tekinn hefur verið í þíð-
jökli í heiminum. Önnur þáttaskil urðu þegar leið á
8. áratug 20. aldar og íssjáin kom til sögunnar. Frá
1980 fram undir aldamótin 2000 var botn íslenskra
jökla kortlagður með íssjánni í samstarfi Raunvísinda-
stofnunar Háskólans við Landsvirkjun, Vegagerðina
og fleiri aðila (Helgi Björnsson, 2009). Samhliða
urðu til nákvæmari kort af yfirborði jöklanna en verið
höfðu til fram til þess tíma, enda náðu landmælingar
herforingjaráðsins danska á árunum 1903–1938 ekki
nema að litlu leyti til jöklanna. Á 9. áratug 20. ald-
ar var komið upp sjálfvirkri rannsóknastöð á Gríms-
fjalli. Borað var eftir gufu og hún nýtt með Peltier
tækni til að framleiða rafmagn sem dugði fyrir jarð-
skjálftamæli og önnur tæki. Árið 2002 kom félagið
sér upp diesel-rafstöð á Grímsfjalli og er hún nú rek-
in í samvinnu við Neyðarlínuna. Stöðin sér margvís-
JÖKULL No. 71, 2021 153