Jökull - 01.01.2021, Page 156
Magnús Tumi Guðmundsson
legum vöktunarbúnaði fyrir afli og tryggir fjarskipti á
svæðinu með Tetra kerfinu.
Bárðarbunguborunin 1972 var tæknilegt afrek þar
sem sjálboðaliðar JÖRFÍ gegndu mikilvægu hlut-
verki. Hér eru forkólfar borunarinnar, þeir Bragi
Árnason efnafræðingur (1935–2017) og Páll Theo-
dórsson eðlisfræðingur (1928–2018) á borstað. – At
the drill site during the extraction of the 415 m long
ice core on the southern slopes of Bárðarbunga in
1972. Ljósm:/Photo. Jón Örn Bjarnason.
Haustið 1996 dró til tíðinda í Vatnajökli þegar eld-
gos varð í Gjálp milli Grímsvatna og Bárðarbungu.
Í kjölfarið kom stórhlaup á Skeiðarársandi sem tók
m.a. brúna á Gígjukvísl. Með Gjálpargosinu lauk
kyrrlátasta tímabili í eldgosasögu Vatnajökuls síðan á
16. öld. Svæðið tók við sér svo um munaði og hafa
orðið þrjú Grímsvatnagos frá 1998 og veturinn 2014–
2015 varð öskjusig í Bárðarbungu samhliða stórgosi
í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Öll þessi umbrot
hafa haft veruleg áhrif norðvestanverðan Vatnajökul
og Grímsvötn. Félagið tók þá ákvörðun að beita sér að
fullum krafti í rannsóknum á eldgosunum og áhrifum
þeirra á jökulinn. Frá 1997 hafa þær rannsóknir verið
viðamiklar í vorferðum þar sem öflug þátttaka sjálf-
boðaliða félagsins hefur skipt miklu máli. Einnig hafa
afkomumælingar verið stór þáttur í mælingaferðum
félagsins, einkum á Vatnajökli. Skipulegar afkomu-
mælingar á Mýrdalsjökli hafa staðið nokkuð samfellt
undanfarin 20 ár. Eru þær að forgöngu félagsins og
með fullri þátttöku sjálfboðaliða. Um þessar ferðir
má lesa í skýrslum sem birtar eru árlega í Jökli eða
í fréttabréfinu, en það hefur komið út óslitið frá 1984.
Sporðamælingar hófust löngu fyrir stofnun JÖRFÍ
en með tilkomu félagsins urðu þær eitt af verkefnum
þess. Sögu þeirra eru gerð skil í grein sem birtist í
70. árg. Jökuls (Hrafnhildur Hannesdóttir o.fl., 2020).
Sporðamælingarnar hafa alla tíð verið bornar uppi af
sjálfboðaliðum. Vert er í því sambandi að geta hlut-
ar heimafólks í byggðum í nágrenni jöklanna, einkum
við mælingar á skriðjöklum Vatnajökuls austan Skeið-
arársands, Drangajökli og Snæfellsjökli. Mælingarnar
rekja samfellda sögu jöklarýrnunar á Íslandi undanfar-
in 90 ár. Áhrif hraðrar hlýnunar andrúmsloftsins koma
sterkt fram í sporðamælingunum.
Skálar
Jón Eyþórssyni var vel ljóst að miklu skipti að koma
upp aðstöðu fyrir leiðangra við jöklana og inni á þeim.
Í Sænsk-Íslenska leiðangrinum og rannsóknunum á
Mýrdalsjökli á 5. áratugnum var vistin á jöklinum oft
strembin þar sem orkan fór að verulegu leyti í basl
í illviðrum í tjöldum eða snjóhúsum. Jón taldi því
mikilvægt að reist yrðu hús sem auðvelduðu jökla-
ferðirnar. Braggarnir í Esjufjöllum og á Breiðamerk-
ursandi risu eins og fyrr segir á fyrsta ári félagsins
(Jökull, 1951) og skálarnir í Jökulheimum og á Eystri
Svíahnjúk á Grímsfjalli komu 1955 og 1957. Á ár-
unum fram til 1970 var aðstaðan í Jökulheimum stór-
bætt með bílageymslu, eldsneytisgeymslu og nýjum
og stærri skála.
154 JÖKULL No. 71, 2021