Jökull - 01.01.2021, Side 158
Magnús Tumi Guðmundsson
Nýjustu mælingar á Reykjarfjarðarjökli á Ströndum. Sporðamælingar hófust löngu fyrir stofnun JÖRFÍ og
hafa haldið áfram fram á þennan dag. – Example of surveying of glacier variations, Reykjarfjarðarjökull in
NW-Iceland. Ljósm./Photo. og kort:/map. Ragnar Heiðar Þrastarson.
Á áttunda áratugnum risu fjórir litlir skálar. Nýr
skáli var fluttur fullbúinn í Esjufjöll 1977, í stað
braggans en hann fauk og eyðilagðist veturinn 1967.
Það sama vor var einnig fluttur skáli í Kverkfjöll,
sömu gerðar og í Esjufjöllum. Tveimur árum síðar
komu skálarnir við Fjallkirkju í Langjökli og á Goða-
hnjúkum. Skálinn sem byggður var 1957 á Grímsfjalli
er traustur og hefur nýst vel alla tíð. Hann var hins-
vegar of lítill til að hýsa heila vorferð og hluti hópsins
svaf yfirleitt í tjöldum. Bylting varð í allri aðstöðu á
Grímsfjalli vorið 1987 þegar nýi skálinn, 60 fermetra
hús, var fluttur þangað fullbúinn. Á engan er hallað
þó nefnd séu nöfn þeirra Stefán Bjarnasonar og Jóns
Ísdals í sambandi við það mikla átak sem húsbygg-
ingarnar 1977–1987 voru, en þeir stýrðu verkefninu.
Skálarnir voru allir smíðaðir við hús Jóns og Erlu í
Garðabæ og laugardagar nýttir í verkið.
Vorið 1994 kom svo vélageymslan, þriðja húsið á
Grímsfjalli. Í húsinu er salerni, gufubað og rými fyrir
margvíslegan búnað. Þar er nú ljósavél sem sér skál-
unum fyrir rafmagni, auk þess að leggja til orku fyrir
hin margvíslegu tæki og búnað sem á fjallinu eru til
að vakta landið.
Í Esjufjöllum getur gert mikil óveður með firna-
sterkum vindi af norðvestan. Snemma árs 1999 tók
eitt slíkt veður skálann sem þar var settur niður 1977,
reif hann í heilu lagi af undirstöðunum svo hann tvístr-
aðist. Nýtt hús var byggt og flutt á staðinn vorið 2002.
Það hús er bæði með axlabönd og belti ef svo má að
orði komast, því það er rækilega fest ofan á miklar
grjótpulsur auk þess sem að vírar binda það niður á
akkeri á öllum hornum.
Öll vinna við skálana, smíði þeirra og viðhald er
unnin í sjálfboðavinnu. Sama á við um bílana, við-
gerðir og viðhald. Það hefur verið gæfa félagsins að
innan þess hefur hópur hæfileikafólks á mörgum svið-
um fundið sér vettvang sem er krefjandi en um leið
áhugaverður og gefandi. Hina góðkynja jöklabakteríu
er erfitt að losna við eftir að hún hefur náð tökum á
fólki. Áratuga reynsla sýnir líka að þessi baktería er
holl og hliðarverkanir hennar til góðs.
Jökull
Fyrsta hefti Jökuls kom út 1951. Var það að miklu
leyti helgað Fransk-íslenska leiðangrinum og niður-
stöðum hans. Hefur Jökull komið út óslitið síðan. Sér-
staða Jökuls hefur frá upphafi verið að hann er í senn
ritrýnt vísindatímarit og félagsrit JÖRFÍ. Vísindaritið
hefur þó verið umfangsmeira, enda hafa á þessu 70
ára tímabili birst yfir 400 ritrýndar greinar í Jökli. Frá
því eftir miðjan 8. áratug 20. aldar hefur Jarðfræða-
156 JÖKULL No. 71, 2021