Jökull - 01.01.2021, Síða 169
Vorferð 2021
Fyrri hópur í kaffistoppi við Breiðá á heimleið þann 6. júní. – The first group at the hut Breiðá on Breiðamerk-
ursandur on the way back to Reykjavík. Ljósm./Photo. Hrafnhildur Hannesdóttir.
Vorferðin 2021 verður að teljast árangursrík þrátt
fyrir erfitt veður. Fyrri hópurinn kom miklu í verk
og náði að ljúka sínum verkefnum. Seinni hópurinn
hreppti líka rysjótt veður en góðir dagar voru vel nýtt-
ir. Grímsvötn voru í lok ferðar æði vetrarleg, þak-
in nýsnjó svo varla sá í dökkan díl og hamraveggir
Grímsfjalls ísaðir eins og um hávetur. Vorið var því
ekki komið á Vatnajökli. Þó stórviðrasamara hafi ver-
ið seinni vikuna árið 1999, er þessi vorferð sú vetrar-
legasta sem farin hefur verið í allavega 35 ár.
Fararstjóri í fyrri hluta var Andri Gunnarsson en
í seinni hluta Magnús Tumi Guðmundsson. Snjó-
bíll HSSR var að venju í mikilvægu hlutverki og sá
um þungaflutninga. Rauður félagsins varð að fara af
fjallinu í fylgd snemma í fyrri ferðinni þar sem bilun
varð í millikassa. Garðar Briem lagði seinni hópnum
til jeppa sinn í staðinn og kom hann í góðar þarfir.
Fjárhagsstuðningur Landsvirkjunar, Vegagerðarinnar
og Neyðarlínunnar skiptir miklu máli til að gera þessa
viðamiklu og mikilvægu ferð að veruleika.
Þátttakendur, fyrri hluti: Andri Hrafn Árnason,
Andri Gunnarsson, Benedikt Ófeigsson, Bergur H.
Bergsson, Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Gunnar Kr.
Björgvinsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Hrafnhildur
Hannesdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Jaqcueline Grech
Licari, Magnús Þór Karlsson, Melissa Pfeiffer, Oddur
Þórólfsson, Oliver Lamb, Unnur Jónsdóttir, Vilhjálm-
ur Kjartansson.
Þáttakendur, seinni hluti: Auður Ingólfsdóttir, Anna
Líndal, Erik Sturkell, Eyjólfur Magnússon, Finnur
Pálsson, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Irma Gná Jón-
geirsdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Omry Volk,
JÖKULL No. 71, 2021 167