Jökull - 01.01.2021, Síða 173
Society report
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS
Skýrsla formanns á aðalfundi 23. febrúar 2021
https://doi.org/10.33799/jokull2021.71.171
Árið sem nú er nýliðið, einkenndist öðru fremur af
farsóttinni sem herjað hefur á heimsbyggðina og Ís-
land undanfarina 12 mánuði. Samkomutakmarkanir
og sóttvarnaraðgerðir hafa sett margt í starfinu úr
skorðum. Árið 2020 var líka afmælisár, en félagið
varð 70 ára þann 22. nóvember síðastliðinn. Mestu
af því sem til stóð að gera til hátíðarbrigða þurfti
að fresta. Þá tók farsóttin einn af okkar elstu og
öflugustu mönnum, heiðursfélagann og fjallagarpinn
Magnús Hallgrímsson, sem lést þann 8. nóvember, þá
nýorðinn 88 ára. Annar heiðursfélagi féll í valinn núna
skömmu eftir áramótin, Pétur Þorleifsson, 87 ára að
aldri. Þessir heiðursmenn skila eftir sig ríka arfleifð
og hafa markað spor í sögu fjalla- og jöklaferða hér á
landi.
Aðalfundur 2020 var haldinn 25. febrúar, og fór
fram með hefðbundnum hætti, í sal 132 í Öskju.
Fundarstjóri var Tómas Jóhannesson en Finnur Páls-
son fundarritari. Þar varð breyting á stjórn þegar
Magnús Hallgrímsson hætti sem varaformaður eftir
16 ára setu. Hann vék þó ekki alfarið heldur var
Magnús kjörinn í varastjórn. Andri Gunnarsson tók
við af honum en ný inn í varastjórn kom Hrafnhildur
Hannesdóttir.
Stjórn JÖRFÍ 2020
Magnús Tumi Guðmundsson, formaður
Andri Gunnarsson, varaformaður
Sjöfn Sigsteinsdóttir, gjaldkeri
Guðfinna Aðalgeirsdóttir, ritari
Sigurður Vignisson, meðstjórnandi.
Varastjórn:
Hálfdán Ágústsson, Þóra Karlsdóttir, Hrafnhildur
Hannesdóttir og Magnús Hallgrímsson.
Nefndir JÖRFÍ:
Rannsóknanefnd:
Magnús Tumi Guðmundsson formaður, Alexander
Jarosch, Andri Gunnarsson, Bergur Bergsson, Bergur
Einarsson, Björn Oddsson, Bryndís Brandsdóttir, Eyj-
ólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Guðfinna Aðal-
geirsdóttir, Hálfdán Ágústsson, Hrafnhildur Hann-
esdóttir, Magnús Hallgrímsson, Oddur Sigurðsson,
Skafti Brynjólfsson, Snævarr Guðmundsson, Tómas
Jóhannesson og Þorsteinn Þorsteinsson.
Bílanefnd:
Sigurður Vignisson formaður, Andri Hrafn Árnason,
Árni Páll Árnason, Eiríkur Finnur Sigursteinsson,
Garðar Briem, Hallgrímur Þorvaldsson og Þórður Örn
Reynisson.
Skálanefnd:
Sverrir Hilmarsson formaður, Aðalsteinn Svavarsson,
Alexander Ingimarsson, Ástvaldur Guðmundsson, Ei-
ríkur Kolbeinsson, Grétar Þorvaldsson, Guðbjörn
Þórðarson, Gunnar Antonsson, Kristmundur Sverris-
son, Leifur Þorvaldsson, Ragnar Þór Jörgensen, Snæ-
björn Sveinsson, Stefán Bjarnason og Vilhjálmur S.
Kjartansson.
Ferðanefnd:
Sjöfn Sigsteinsdóttir formaður, Andri Gunnarsson,
Bergur Bergsson, Hlynur Skagfjörð Pálsson, Magnús
Tumi Guðmundsson, Sigurður Vignisson, Sveinbjörn
Steinþórsson og Vilhjálmur S. Kjartansson.
Ritstjórar Jökuls:
Bryndís Brandsdóttir, Gréta Björk Kristjánsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson og Snævarr Guðmundsson.
Ritnefnd Jökuls:
Christopher J. Caseldine, Fiona S. Tweed, Gifford H.
Miller, Haraldur Sigurðsson, Helgi Björnsson, Kar-
en L. Knudsen, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson,
Robert S. Dietrick, Tómas Jóhannesson og William H.
Menke.
Árshátíðarnefnd:
Steinunn Jakobsdóttir formaður, Ágúst Þór Gunn-
laugsson, Garðar Briem, Halldór Ólafsson, Hlyn-
ur Skagfjörð Pálsson, Joaquin Belart, Katla Sigríður
Magnúsdóttir, Þóra Karlsdóttir og Elísabet Atladóttir.
JÖKULL No. 71, 2021 171