Jökull - 01.01.2021, Page 174
Magnús Tumi Guðmundsson
Nýir heiðursfélagar kjörnir á aðalfundi 2020. Frá vinstri, efri röð: Ástvaldur Guðmundsson, Bragi Skúlason,
Bryndís Brandsdóttir og Einar Gunnlaugsson. Frá vinstri, neðri röð: Hallsteinn Haraldsson, Indriði Aðalsteins-
son og Leifur Jónsson.
Valnefnd:
Jón E. Ísdal, Stefán Bjarnason og Oddur Sigurðsson.
Fulltrúi í SAMÚT:
Andri Gunnarsson.
GJÖRFÍ-nefnd:
Þóra Karlsdóttir og Ástvaldur Guðmundsson.
Félagatal:
Hálfdán Ágústsson og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir.
Geymsla í Mörk: Alexander Ingimarsson.
Erlend áskrift: Bóksala stúdenta.
Nefnd um afmælissýningu: Hrafnhildur Hannesdótt-
ir, formaður, Andri Gunnarsson, Anna Líndal, Oddur
Sigurðsson og Þóra Karlsdóttir.
FÉLAGATAL
Tekið var til í félagaskránni og allir fjarlægðir sem
ekki hafa borgað árgjald þrjú ár í röð. Við það fækkaði
nokkuð skráðu félagsfólki, en tölurnar nú sýna raun-
verulegan fjölda meðan að tölur undanfarinna ára hafa
verið of háar. Heiðursfélagar eru 22, almennir félagar
415, fjölskyldufélagar 15 og námsfólk 51. Fyrirtæki
og stofnanir eru 22. Samtals eru þetta 525 félagar og
aðilar. Við þessa tölu eiga að bætast erlendir áskrif-
endur Jökuls sem eru nokkrir tugir. Þeim fer fækk-
andi enda fækkar þeim sem vilja kaupa tímarit sem
ekki eru fyrst og fremst í vefútgáfu.
RANNSÓKNIR
Farsóttin vegna Covid hefur valdið verulegri röskun
á þessu sviði eins og öðrum. Einkum varð vorferðin
fyrir áhrifum því vegna smitvarna varð að skera þátt-
takendafjölda mjög niður.
1. Afkomumælingar á Mýrdalsjökli. Í maí voru þrír
afkomupunktar mældir í öskjunni og tveir norður á
Sléttjökli en síðastliðið haust var leysingin í þessum
þremur punktum í öskjunni mæld auk þess það náðist
að fara í neðri punktinn á Sléttjökli.
172 JÖKULL No. 71, 2021