Jökull - 01.01.2021, Side 176
Magnús Tumi Guðmundsson
2. Vorferð 1.–10. júní. Vegna Covid varð að aflýsa
hefðbundinni vorferð enda engin leið að fylgja sótt-
varnarreglum um fjarlægð milli fólks í skálum þar
sem 1–2 sofa í hverri koju. Því varð það úr að Jarðvís-
indastofnun og Veðurstofan fóru hvor með sinn hóp-
inn (3 í öðrum og 6 í hinum) og unnu nauðsynleg-
ar mælingar. Skálanefnd JÖRFÍ sendi lítinn hóp á
fjallið helgina 5.–8. júní sem vann að lagfæringum og
endurbótum, m.a. kringum rafstöðina. Í mæliferðinni
var unnið að viðhaldi jarðskjálftamæla og GPS-tækja
á Vatnajökli, gasmælingar unnar í Grímsvötnum og
Bárðarbungu, íssjármælingar norðan Skaftárkatla og
þyngdarmælingar gerðar á Bárðarbungu til að fylgj-
ast þar með breytingum, sem hafa verið töluverðar í
kjölfar öskjusigssins 2014–2015. Enginn snjóbíll fór
í ferðina í þetta sinn.
3. Sporðamælingar. Mælingar voru með hefðbundnu
sniði og truflanir vegna Covid voru litlar. Nokkuð
var um að mælingafólk setti myndir af ferðum sínum
á facebook síðu JÖRFÍ félaga og hefur sú nýbreytni
mælst vel fyrir. Hrafnhildur Hannesdóttir hefur um-
sjón með mælingunum.
KJÖR NÝRRA HEIÐURSFÉLAGA
Í tilefni af 70 ára afmæli félagsins voru kjörnir sjö ný-
ir heiðursfélagar á aðalfundinum í febrúar. Þetta voru
Ástvaldur Guðmundsson, Bryndís Brandsdóttir, Einar
Gunnlaugsson, Indriði Aðalsteinsson, Leifur Jónsson,
Hallsteinn Haraldsson og Bragi Skúlason. Þrjú þau
fyrstnefndu eiga að baki áratuga starf innan JÖRFÍ og
Bryndís hefur nú gengt starfi ritstjóra í 30 ár. Hinir
fjórir eiga það sammerkt að hafa af mikilli samvisku-
semi sinnt sporðamælingum í nokkra áratugi.
ÚTGÁFA JÖKULS, FRÉTTABRÉF OG VEF-
SÍÐA
Jökull 69 kom út í mars, með sex ritrýndum fræði-
greinum og 30 blaðsíðum af félagsefni. Unnið hef-
ur verið að útgáfu 70. árgangs en í honum er mikið
af efni sem tengist með einum eða öðrum hætti af-
mæli félagsins. Vonast er til að það hefti fari í prent-
smiðju á næstu dögum. Bóksala stúdenta sér sem fyrr
um erlenda dreifingu. Tvö fréttabréf kom út á árinu
en vegna frestana á fundahöldum og óvissu kom ekki
fréttabréf ekki út í haust. Í staðinn var upplýsingum
beint til félagsmanna gegnum tölvupóst og vefsíðu fé-
lagsins. Hálfdán Ágústsson var ritstjóri fréttabréfsins
eins og áður auk þess sem hann ásamt Kötlu Magnús-
dóttur sjá um vefsíðuna.
FUNDIR
Eftir hefðbundin störf á aðalfundi í lok febrúar flutti
Halldór Ólafsson erindi um fyrstu ár félagsins, ekki
síst um brautryðjendastarf Jóns Eyþórssonar. Hall-
dór fór sína fyrstu ferð á Vatnajökul vorið 1957, þegar
gamli skálinn var byggður.
Þegar kom að vorfundi í byrjun maí var komið á
samkomubann. Því var brugðið á það ráð halda fund-
inn í gegnum netið, og reið Joaquin Belart á vaðið með
fyrirlestri um afkomu 14 íslenskra jökla á tímabilinu
1945–2017.
Í áætlun um afmælisárið var gert ráð fyrir að hald-
inn yrði veglegur haustfundur með nokkrum erindum
sem kæmu með einum eða öðrum hætti að þróun jökla
og jöklarannsókna hér á landi. Þar sem samkomubann
hindraði fundahöld allt síðastliðið haust voru fundir
haldnir gegnum Zoom. Þrír slíkir voru haldnir, 29.
september, 20. október og 17. nóvember. Á fyrsta
fundinum fjallaði Snævarr Guðmundsson um jökla-
breytingar á Breiðamerkursandi. Í október flutti Helgi
Björnsson erindi sem bar heitið Ísland undir jökli, þar
sem hann fór yfir sögu íssjármælinga og helstu niður-
stöður þeirra. Þann 17. nóvember sögðu Finnur Páls-
son og Þorsteinn Þorsteinsson frá afkomu jökla á Ís-
landi. Skemmst er frá að segja að fundirnir heppnuð-
ust mjög vel, með yfir 100 þátttakendur á fyrsta fund-
inum, um 150 þátttakendur á nóvember fundinum, en
erindi Helga sprengdi alla skala, en þar komust 300
manns að en einhverjir urðu frá að hverfa. Tveir seinni
fundirnir eru til á upptökum og getur fólk skoðað þær
gegnum vefsíðu félagsins.
ÁHRIF COVID Á STARF JÖRFÍ
Vegna farsóttarinnar hefur margt raskast í starfi fé-
lagsins. Í áætlun sem kynnt var í fréttabréfi í febrúar,
var boðuð vegleg afmælisferð í Jökulheima um versl-
unarmannahelgina, hefðbundin 13. septemberferð á
sömu slóðir, veglegur haustfundur seinni hluta októ-
ber um rannsóknir á jöklum landsins, opnun sérstakr-
ar afmælissýningar í Perlunni í samstarfi við Náttúru-
minjasafn Íslands laugardaginn 21. nóvember og að
174 JÖKULL No. 71, 2021