Úrval - 01.04.1953, Side 7

Úrval - 01.04.1953, Side 7
SKOÐANAKÖNNUN þegn. En ekki er annað sýnilegt, en að það séu einkahagsmunir, sem stjóma gerðum hans. Þetta minnir á eitt af erfið- ustu vandamálum nútímans, en það eru hin djúptæku áhrif til góðs eða ills, sem stjórnarvöld hafa á fólkið og er þess eðlis. að mjög fáir, sem fyrir þeim verða, geta gert sé grein fyrir þeim. Það er að sumu leyti vegna þess, hve vandamál nútímans eru flókin, að lýðskrumarar geta orðið einræðisherrar, og sam- vizkulausir eiginhyggjumenn geta leitt heilar þjóðir út á glöt- unar braut. Það er ekkert dug- andi ráð við þessu nema mjög aukin menntun og þekking. En það ráð verður ekki tekið, með- an um það bil helmingur mann- kynsins er undir stjórn manna, sem byggja vald sitt á því, að viðhalda fáfræðinni. Ótímabært lýðræði er ekkert töfralyf. Það var reynt í Kína 1912, en leiddi aðeins til stjórnleysis og borg- arastyrjaldar, og að lokum til kommúnísks einræðis. Ég hefði óskað, að þessi könnun hefði getað náð til landanna austan járntjaldsins. En við verðum að- eins að geta okkur til um, hvað þar er að gerast. * Ef sú kynslóð, sem nú er að ná fullorðinsaldri, á að taka þátt í að bjarga mannkyninu, verður að uppfylla mörg erfið skilyrði. Fyrst og fremst verða hinir eldri menn að lofa þeim að lifa. Fólk á því aldursskeiði, sem um er rætt í þessum grein- um, fær enn sem komið er litlu um þetta ráðið. Það verða óhjá- kvæmilega eldri menn, sem marka stefnuna. En ef ungu mennimir fá að ná þroskaaldri, þá mun sá tími koma, ef til vill fyrr en seinna, að þeir láti til sín taka að marki í heimsmál- unum. Þeir þurfa þá að hafa tvo eiginleika, sem erfitt er að sameina. Annar þeirra er bjart- sýni, en hinn skynsamlegt mat á hættu. Eins og er virðist skort- ur á bjartsýni meðal ungra Am- eríkumanna. Ég held, að það bezta, sem hægt væri að gera fyrir mannkynið nú, væri að efla skynsamlega bjartsýni hjá unga fólkinu í Ameríku. En það verður að vera bjartsýni, og skynsamleg að auki. Þess er vart að vænta, að mannkyn, þar sem hinir bjartsýnu eru heimsk- ir og hinir vitm bölsýnir, leysi vandamál okkar. En jafnvel þó að bæði vit og bjartsýni væri fyrir hendi, yrðu þau ekki leyst án fágætrar atorku og hug- rekkis. Ef til vill mun hin brýna börf kalla fram þessa eiginleika. Slíkt hefur gerzt áður í sögu mannkynsins, og við megum vel vænta þess, að það gerist aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.