Úrval - 01.04.1953, Page 10
8
ÚRVAL
í íjárhagsörðugleikum hans. Hún fer
í kvikmyndahús, þegar hún hefur
efni á því og hvílir sig við að horfa
á knattleiki, „jafnvel þegar mér leið-
ist það". Hún hugsar sér að giftast
og leggja jafnframt stund á dans.
Þó að foreldrar hennar vilji sam-
kvæmt landsvenju hafa hönd í bagga
um mannsefni, þá er hún það sjálf-
stæð, að hún fer stnu fram í því
efni. Hún vonast til að stéttaskipt-
ingin á Indlandi hverfi og trúflokk-
arnir taki höndum saman. ÍÞað er
eitthvað aflaga i heimi, sem skipt-
ist í andvígar fylkingar. Hún er von-
glöð og þokkafull stúlka.
apan.
Lífsviðhorf Goro
Suma er mótað
af styrjöld og ó-
sigri. Þegar stríð-
inu lauk, var
hann í liðsfor-
ingjaskóla. Þar
var honum kennt
að hata aðrar
þjóðir, einkum Bandaríkjamenn og
Breta, og tigna keisarann. Nú er
hann nánast friðarsinni, til vinstri
í stjórnmálum og sannfærður um,
að keisarinn sé þrándur i götu lýð-
ræðisins. „Aðeins sönn lýðræðisstjórn
með sósialískan þingmeirihluta að
baki sér getur fært Japönum frið."
Suma telur hugsanlegt, að hann lifi
það, að þriðja heimsstyrjöldin brjót-
ist út. Til að hindra það, „ættum við
að skipta um stjóm — því að sú, sem
nú situr, er ekki annað en verkfæri
Bandarikjamanna — og reka hlut-
lausari og sjálfstæðari stjórnmála-
stefnu. Við ættum einnig að koma
á viðskipta- og menningartengslum
við Kína og Sovétríkin." Hann er
andvígur friðarsamningunum við
Bandaríkin og fylgiríki þeirra. Hann
er fylgjandi S.Þ. „sem hinum eina
vettvangi, þar sem Bandaríkin og
Sovétríkin geti ræðzt við", en rétt-
lætir beitingu neitunarvaldsins, „því
að án þess yrðu kommúnistarikin í
minni hluta og borin ofurliði af hinni
vestrænu ríkjasamsteypu". Kóreu-
stríðið skoðar hann eingöngu sem
„borgarastyrjöld milli þjóðernissinna
og kommúnista". Herir S.Þ. hefðu
ekki átt að blanda sér i það, og Japan
ætti ekki að birgja þá að vistum.
Þessi afstaða virðist hrein-kom-
múnísk. Eftir vestrænum mælikvarða
yrði Suma stimplaður sem dulbúinn
kommúnisti. Þó að hann sé ritari í
starfsmannafélagi háskólans og vinni
að hagsmunum þess, er hann samt
óflokksbundinn. Hann hefur andúð á
skriffinnsku og játar að hafa alltaf
átt í brösum við stjórn háskólans.
Móðir hans er dáin. Um föður sinn
segir hann: „Ég á ekki í neinum
verulegum útistöðum við hann, því
að ég er mjög lítið heima". Hann
viðurkennir viðhorf föður síns, nema
hann fordæmir dýrkun hans á keis-
aranum og hershöfðingjum hans. Ef
hann á í erfiðleikum, þá leitar hann
ráða föður síns.
Hann er trúlofaður, en gerir sér
ekki miklar vonir um að geta gift
sig í náinni framtíð, með sjö punda
laun á mánuði. 1 sambandi við nám
sitt í þjóðarétti segir hann: „Mér
hefði þótt gaman að kynnast löggjöf