Úrval - 01.04.1953, Page 11
SKOÐANAKÖNNUN
9
Sovétríkjanna, en það gátum við
ekki." Hann á marga vini af báð-
um kynjum, en mestum frítíma sín-
um ver hann til lesturs. Mest dálæti
hefur hann á Lenin og öðrum rúss-
neskum seinnitímahöfundum. Hann
hefur einnig gaman af klassiskri
tónlist Vesturlanda og kvikmyndum
(„einkum raunsæjum myndum, sem
segja sannleikann um mannlífið; t.
d. ítölsku myndunum „Lifum i friði"
og „Hjólhestaþjófurinn"). Markmið
hans er að verða kennari.
Bandaríkin.
Nancy Arnold
leggur stund á
læknisfræði, sem
ekki er undar-
legt, þar sem for-
eldrar hennar
eru báðir lækn-
ar. Þau eru mið-
stéttarfólk og
veittu henni ágæt skilyrði til mennt-
unar. Þau búa í átta herbergja íbúð
með öllum nýtízku þægindum og eiga
tvo bíla og nóga peninga. Hún er nú
við læknisfræðinám í New York og
tekur starf sitt mjög alvarlega og
á mjög fá áhugamál utan þess. Hún
hefur þokukenndar hugmyndir um
stjórnmál, en óttast og hatar kom-
múnismann. Hún æskir friðar og álít-
ur, að hann muni nást eftir vísinda-
legum, uppeldislegum og hagfræðileg-
um leiðum. Hún hugsar sér að giftast,
eiga nokkur böm og helga sig læknis-
fræðinni. Hún virðist kjósa sér erfitt
hlutskipti — en það er það, sem hún
vill og trúir á.
England.
Hann fór aldrei
í Cambridge há-
skóla. Stríðið
kom, og hann
gerðist riddara-
liðsmaður. Eftir
stríðið var ætt-
aróðalið selt, og
hann tók að berj-
ast áfram við búskap á 25 ekrum
lands, og býr í litlu sveitahúsi. Nú
er hraðskreiði Rileyvagninn úr sög-
imni og í staðinn kominn lítill vöru-
bíll. Þessi ungi, víðreisti og velmennt-
aði aðalsmaður, sem enn er í tengsl-
um við gamla tímann, býr nú ein-
samall. Pólsk flóttakona sér um hús-
hald hjá honum, og maður hennar
er honum hjálplegur við búskapinn
á þessum skækli, sem eftir er af
ættaróðalinu. Hann hefur hug á að
fá bráðlega stærri jörð til að stand-
ast útgjöld sín, sem láta nærri að
vera 20 pund á viku.
Meðfædd háttvísi og siðfágun afla
honum vinsælda meðal jafningja
hans, en hann er ekki síður vel lát-
inn og ánægður innan um almúgann
á bjórstofunum. Hann umgengst jafn
vingjarnlega verkalýðsleiðtoga stað-
arins og leiðtoga íhaldsmanna, en
heldur sig utan allra flokka. Kýmni-
gáfa hans er það mikil, að hann
tekur ekkert of hátíðlega. Hann finn-
ur sárt til öryggisleysis nútímans og
þráir jafnari skiptingu auðsins í landi
sinu. Hann álítur endurvígbúnaðinn
illa framkvæmdan og S.Þ. þýðing-
arlausar án þátttöku Kína. Og hann
segist mundu berjast, ef til stríðs