Úrval - 01.04.1953, Page 11

Úrval - 01.04.1953, Page 11
SKOÐANAKÖNNUN 9 Sovétríkjanna, en það gátum við ekki." Hann á marga vini af báð- um kynjum, en mestum frítíma sín- um ver hann til lesturs. Mest dálæti hefur hann á Lenin og öðrum rúss- neskum seinnitímahöfundum. Hann hefur einnig gaman af klassiskri tónlist Vesturlanda og kvikmyndum („einkum raunsæjum myndum, sem segja sannleikann um mannlífið; t. d. ítölsku myndunum „Lifum i friði" og „Hjólhestaþjófurinn"). Markmið hans er að verða kennari. Bandaríkin. Nancy Arnold leggur stund á læknisfræði, sem ekki er undar- legt, þar sem for- eldrar hennar eru báðir lækn- ar. Þau eru mið- stéttarfólk og veittu henni ágæt skilyrði til mennt- unar. Þau búa í átta herbergja íbúð með öllum nýtízku þægindum og eiga tvo bíla og nóga peninga. Hún er nú við læknisfræðinám í New York og tekur starf sitt mjög alvarlega og á mjög fá áhugamál utan þess. Hún hefur þokukenndar hugmyndir um stjórnmál, en óttast og hatar kom- múnismann. Hún æskir friðar og álít- ur, að hann muni nást eftir vísinda- legum, uppeldislegum og hagfræðileg- um leiðum. Hún hugsar sér að giftast, eiga nokkur böm og helga sig læknis- fræðinni. Hún virðist kjósa sér erfitt hlutskipti — en það er það, sem hún vill og trúir á. England. Hann fór aldrei í Cambridge há- skóla. Stríðið kom, og hann gerðist riddara- liðsmaður. Eftir stríðið var ætt- aróðalið selt, og hann tók að berj- ast áfram við búskap á 25 ekrum lands, og býr í litlu sveitahúsi. Nú er hraðskreiði Rileyvagninn úr sög- imni og í staðinn kominn lítill vöru- bíll. Þessi ungi, víðreisti og velmennt- aði aðalsmaður, sem enn er í tengsl- um við gamla tímann, býr nú ein- samall. Pólsk flóttakona sér um hús- hald hjá honum, og maður hennar er honum hjálplegur við búskapinn á þessum skækli, sem eftir er af ættaróðalinu. Hann hefur hug á að fá bráðlega stærri jörð til að stand- ast útgjöld sín, sem láta nærri að vera 20 pund á viku. Meðfædd háttvísi og siðfágun afla honum vinsælda meðal jafningja hans, en hann er ekki síður vel lát- inn og ánægður innan um almúgann á bjórstofunum. Hann umgengst jafn vingjarnlega verkalýðsleiðtoga stað- arins og leiðtoga íhaldsmanna, en heldur sig utan allra flokka. Kýmni- gáfa hans er það mikil, að hann tekur ekkert of hátíðlega. Hann finn- ur sárt til öryggisleysis nútímans og þráir jafnari skiptingu auðsins í landi sinu. Hann álítur endurvígbúnaðinn illa framkvæmdan og S.Þ. þýðing- arlausar án þátttöku Kína. Og hann segist mundu berjast, ef til stríðs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.