Úrval - 01.04.1953, Page 12
30
ÚRVAL
kæmi, en kysi heldur að spara til að
geta gift sig. Vildi gjarnan eiga 23
böm, en efast um að geta séð fyrir
þeim.
Frakkland.
Hún er lagleg
stúlka, sem eyðir
ævinni á kaffi-
húsum Parísar og
lifir aðeins fyrir
sjálfa sig. Hún
á fá áhugamál,
nema helzt að
gerast kvik-
myndaleikkona. Er einstæðingur og
barn skilinna foreldra og man ekki
einu sinni nöfn þeirra, en kallar sig
Colette Laurent. Hún gekk aðeins
fimm ár í skóla, og hafði skömm
á þvi. Á stríðsárunum var hún ýmist
i klaustrum eða uppi í sveit og átti
hvergi athvarf né öryggi, og nú end-
urspeglast hjá henni hið eyðileggj-
andi flækingslíf í bernsku. Hún lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu
og hefur ekki áhyggjur af neinu, ekki
einu sinni peningum, þeir koma ein-
hvern veginn, þegar hún þarf á þeim
að halda. Hún býr i lítilli íbúð og
er sinn eigin húsbóndi. Hún segir,
að síminn sé sér þarfari en allt annað.
Hann hringir til að bjóða henni starf
við tízkusýningar eða smáhlutverk í
kvikmynd eða til að bjóða henni í
kvöldsamkvæmi. Þegar hún vinnur,
er það til að borga húsaleiguna, þeg-
ar hún fer út að skemmta sér, er
það til að láta dást að sér, þegar hún
á peninga, þá eyðir hún þeim óspart
og gálauslega, þegar hún hefur enga,
þá heldur hún sig heima og lifir viff-
skrínukost. Hún á enga tryggðavini
og hefur sennilega aldrei þekkt ást
af neinu tagi. Hún var gift i eitt
ár, en skildi við manninn og kaus
heldur að búa ein. Hún er yfirborðs-
leg og óheil, en einhvem veginn hlé-
dræg. Hún óttast ekki heiminn. Hún.
lætur berast með straumnum án til-
gangs eða vonar og jafnvel skilnings.
Heimsmálin og hugsjónabarátta segir
hún að komi sér ekki við. Þó að hún
væri í klaustri í bernsku, fer hún
ekki í kirkju, en trúir á guð. Eitt er
henni alveg Ijóst, að henni geðjast
ekki að Þjóðverjum. Það er ósjálf-
rátt og órökstutt hatur, sem e. t. v„
á rætur að rekja til innrásarinnar
í Frakkland, er eyðilagði æsku
hennar. Því að Colette er illa viff
allt, sem truflar hið einskorðaða
einkalíf hennar. Hún hefur andúð á
öllu, sem er Ijótt, óþægilegt eða krefst
átaks. Hún væntir einskis af lífinu
og gefur því ekkert. Hún er e. t. v.
ekki dæmi upp á franska nútima-
stúlku, en hjá henni endurspeglast
áhugaleysi eftirstríðsæskunnar.
Þyzkaland.
Eichenscheichter
Fuhr íEssen, gat-
an sem Rudolf
Kesslau býr 1, er
sundurtætt af
sprengjum, líkt
og Þýzkaland
sjálft. Hún er ó-
fær, því að öðrum
megin eru húsin í rústum. Hún er