Úrval - 01.04.1953, Side 14
12
ÚRVAL
Noregur.
Ekkert skyggir á
lífið fyrir norsku
stúlkunni Uni Da-
vid-Andersen.
Hún er 21 árs að
aldri, dóttir efn-
aðs forstjóra fyr-
ir silfursmiða-
hlutafélagi i Osló
og vinnur sér inn 270 krónur á viku
sem nemi í iðn föður sins.
Uni hefur ferðast um England,
Bandaríkin og Skandinaviu. Hún má
nota annan bil fjölskyldunnar og
eyðir tómstundum sínum í skiða-
ferðir og aðrar úti-íþróttir. Faðir
hennar á smáeyju í Oslófirði. Fjöl-
skyldan lifir óbrotnu, en þægilegu
lífi og Uni hefur fáum skyldum að
gegna heima. Hina ágætu ensku-
kunnáttu sína notar hún til að greiða
fyrir Bandarikjamönnum, sem ferð-
ast til Noregs á vegum norsk- amer-
íska stúdentafélagsins.
Eini skugginn, sem fallið hefur á
líf hennar, var hernám Þjóðverja.
Hún var þá kvíðafull út af afdrif-
um vina sinna og vandamanna.
Foreldrar hennar leyndu hana engu
um kynferðismál; um þau hefur
henni verið kunnugt frá bamæsku.
Hún álítur ekkert athugavert við,
að fólk hafi kynferðismök áður en
það giftist, rnn það geti hver haft sinn
smekk. Hún væntir þess að gift-
ast innan tveggja ára, en ætlar áð-
ur að fara til Parisar til að full-
numa sig í iðn sinni. Hún ætlar ekki
að eiga nema þrjú til fjögur böm.
Hún lætur sig trúmál engu skipta
og hefur sáralítinn áhuga á stjóm-
málum, les litið, en hefur gaman af
hljómlist og leiklist. Tekur enskar
kvikmyndir fram yfir amerískar.
Óttast hún styrjöld? Hún trúir
ekki, að hún komi, álítur að sam-
tök Vestur-Evrópuþjóðanna hljóti að
koma í veg fyrir það.
Líbería.
1 þorpinu Klay í
Líberíu búa tvö
hundruð manns,
sem allir lifa af
landbúnaði. Pen-
ingar hafa litla
þýðingu, því að
dagleg verzlun
fer fram í vöm-
skiptum. Georg Brown er aðstoðar-
maður þorpshöfðingjans, en það á
hann eins mikið að þakka atorku
sinni og vinsældum eins og nokkurra
ára skólagöngu i lúterskum kristni-
boðsskóla, þar sem hann lærði að
lesa, skrifa og vélrita. Eftir að hann
hætti námi, 16 ára, fór hann til
höfuðborgarinnar og vann þar í
hálft ár, en hvarf síðan heim
til þorpsins. Vinnutíminn er mjög
stuttur, þvi þarna dettur eng-
um í hug að vinna nema það
minnsta, þvi tilgangur lífsins er
ekki ,,að komast áfram", heldur að
una við sitt, og það gerir Georg.
Hann hefur mikið yndi af að leika
við böm sin og gantast við konum-
ar sínar tvær, sem hann kvæntist
með árs millibili, áður en hann hafði
náð 18 ára aldri. Hann er ánægður
með litla, stráþakta leirkofann sinn