Úrval - 01.04.1953, Síða 15
SKOÐANAKÖNNUN
13
— það væri smekkleysi að byggja
stærri — með einu fötin, sem hann
á og einu skóna, karbítlampana sína,
með vinsældir sínar í þorpinu, góða
heilsu og óbrotið og heilnæmt fæði.
Hann les aldrei bækur né blöð, og
hefur aldrei séð kvikmynd. Stjórn-
mál eru ekki til fyrir honum og hinn
ytri heimur skiptir ekki máli. Hann
er þó fylgismaður S.Þ., mannanna
sem byggja nýja skóla. Stríðshættan
er honum með öllu framandi, og hann
sækist ekki eftir „betra lífi". Ham-
ingjusamur maður.
Suður-Afríka.
1 Suður-Afríku
er hver höndin
upp á móti ann-
arri. Hvítir menn
ósáttir innbyrðis
og mikil óánægja
meðal þeldökkra
manna og Ind-
verja. Grétu Evu
finnst allar stjórnmálaerjur tóm vit-
leysa. Hún vill giftast og eignast
eigið heimili. Einu sinni ætlaði hún
að verða læknir, en snerist hugur.
„Staða konunnar er á heimilinu."
Hún hefur alltaf lifað kyrrlátu
lífi hjá foreldrum sínum, frá því
hún fæddist fyrir 21 ári. Hún ætlar
að gifta sig í vetur, en mun þó
halda áfram að vinna sem vélritari
hjá námufélagi. Vinnan er ekki erfið
og samstarfsfólkið þægilegt. Hún og
mannsefnið eru að spara til að koma
upp heimilinu, sem þau vona að geta
stofnað innan tveggja ára. 1 frístund-
um skemmta þau sér við ýmisskonar
íþróttir eða á dansleikjum. Les þó
nokkuð af léttum bókmenntum,
gluggar í dagblöðin og Kvennablað-
ið. Hún vonar, að S.Þ. takist að varð-
veita friðinn og hlakkar ákaft til
að stofna heimili. „Viðskiptalifið er
vettvangur karlmannsins." Þjóðin er
ung og grózkumikið. Allt er í lagi.
Hún veit hvað hún vill.
Júgóslavía.
Tuttugu og
fimm mílur suð-
ur af Belgrad er
þorpið Parkani.
Af þjóðveginum
liggur þangað
tveggja mílna
moldargata,
næstum ófær bíl-
um. Fjörutíu fjölskyldur í þorpinu
hafa sameinað jarðir sinar i rikis-
bú. Milosav Obradovits fer á fætur
klukkan 6 á morgnana og situr þrjár
stundir við reikningshald fyrirtækis-
ins. Að því loknu fer hann út á
akrana til vinnu. Hann vinnur við
nýju timburstöðina, ekur dráttarvél
eða lítur eftir búfénu. En þegar
dagsverkinu lýkur hjá flestum hinna
er því ekki lokið hjá honum. Hann
fer til fundar við aðra áhugasama
flokksmenn sína í fundahúsi þorpsins
og tekur til við að skipuleggja sýn-
ingu á þjóðdönsum, flutning leik-
rita og tónlistar, og aðra félagslega
starfsemi æskulýðsins, en hann er
ritari æskulýðssambandsins. Þegar
hann eigrar heim, er fjölskyldan
háttuð.
Það þarf fullkominn eldmóð til að