Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
inu, því að henni var kappsmál að
vinna fyrir land sitt.
Hún er ekki trúlofuð núna, en þeg-
ar hún var 14 ára, var hún ást-
fang-in af 19 ára pilti. Hún veit
allt um gang lífsins, en léti sér
aldrei til hugar koma að tala um
kynferðismál, og hryllir við þeirri
hugsun, að fólk lifi kynferðis-
lifi, áður en það giftist. Hún vonast
til að eignast 3—4 börn í hjónaband-
inu, meira ekki, því að í Japan er
of þröngbýlt. Hún hatar og óttast
Rússa og kvíðir því, að hún lifi aðra
styrjöld.
ítalía.
1 fimm herbergja
íbúðarhúsi búa
níu manns. Býlið
er sjö hektarar
og liggur nokkru
fyrir sunnan
borgina Gubbio í
héraðinu Umbría.
Landeigandinn
borgar skattana og heldur jörðinni
við. Hann fær í leigu helming af af-
rakstri búsins. Fjölskyldan hefur
engar fjárhagsáhyggjur, en einungis
vegna þess að hún sættir sig við mjög
fábrotið líf. Einu sinni á ári slátra
þau einum eða tveimur grisum, til
að hafa kjöt um uppskerutímann og
á sunnudögum. Ubalda Orsini, tutt-
ugu ára að aldri, er fíngerður, skyn-
ugur piltur og svo góður námsmaður,
að foreldrar hans létu hann vera
tveimur árum lengur í skóla en ann-
ars gerist. Þau geta ekki veitt hon-
um mikið, en hann lærði að leika á
harmoniku og vinnur sér inn vasapen-
inga með því að leika á dansleikjum
í nágrenninu. Hann vinnur líka sem
lærlingur á bílaverkstæði í borginni.
Þetta starf er táknrænt fyrir barátt-
una í sál hans milli hins lokkandi
borgarlífs og hinnar einlægu ástar
hans á sveitinni og starfinu heima.
Hann hlakkar til herskyldutimans til
að geta séð sig um á Italíu og kynnzt
fleiri möguleikum. Skemmtanir hans
eru fábrotnar, aðallega dansleikir og
aðrar skemmtisamkomur í sveitinni.
Hann þráir rómantísk ástarævintýri
„eins og gerast í bókum“, en öfugt
við marga vini sina hallast hann
að skírlífi, unz menn ganga i hjóna-
bandið. Eina íþróttin, sem hann hef-
ur áhuga á, er .bifhjólakappakstur.
Af öllum mönnum dáist hann mest
að Garibaldi, Errol Flynn og Gary
Cooper. Álítur, að of mikið sé i heim-
inum af eigingjörnu og vondu fólki,
of mikið af óhófi og skemmtunum.
Júgóslavía.
Hún er Tító-
kommúnisti, á-
kafur sameignar-
sinni og full af
framfaraáhuga.
Hún heitir Nada
Zivkovic og er
styrkt af ríkims
til verkfræði-
náms við háskólann í Belgrad. Hún
leggur stund á verkfræði og efna-
fræði, að eigin sögn vegna þess, ap
hún vill stuðla að iðnvæðingu lands
síns. Hún lenti í mörgum harðræð-